31.10.1951
Sameinað þing: 9. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í D-deild Alþingistíðinda. (3538)

180. mál, olíu- og bensínverð

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Ég vil láta í ljós mikil vonbrigði yfir því, að hæstv. viðskmrh. hefur ekki skilið þáltill. sem vilja Alþ. fyrir því að setja jöfnunarverð á olíur um land allt. Skattur sá, er landsbyggðin greiðir nú til höfuðstaðarins í gegnum verzlunina, er sannarlega svo hár, að full þörf er leiðréttingar á einhverjum sviðum.

Mér er ljóst, að ýmsir annmarkar eru á framkvæmd þessa máls, m. a. vegna þess, að olíuverzlunin er ekki öll á einni hendi. Þeir erfiðleikar ættu þó ekki að vera óyfirstíganlegir, enda kom það beint fram í ræðu hæstv. viðskmrh.

Ég vil mjög taka undir það með þeim hv. þm., sem hér hafa talað, að ég tel afstöðu hæstv. ráðh. furðulega. Mér sýnist þál. frá í fyrra alveg ótvíræð. Og ég tel fráleitt, að hæstv. ráðh. sniðgangi slíkar þál. svo gersamlega sem hér hefur verið gert.

Hæstv. ráðh. sagði, að þrátt fyrir ýmsa annmarka á því að koma jöfnunarverði á, þá væri það mögulegt. Og því á líka hæstv. ráðh. að gera það.

Annars stóð ég upp til þess að biðja hæstv. viðskmrh. að gefa alveg ákveðna yfirlýsingu um það, hvort hann skilur þáltill. frá síðasta þingi sem beina viljayfirlýsingu Alþ. eða ekki.