14.11.1951
Sameinað þing: 14. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í D-deild Alþingistíðinda. (3570)

98. mál, stóreignarskattur

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Að loknum úrskurði skattstjóra, sem hefur haft þetta með höndum, nemur stóreignaskatturinn 49 millj: 142 þús. kr. Í Reykjavík nemur skatturinn 42 millj. 535 þús. kr., og eru greiddar alls 1 millj. 11 þús. kr. Gjalddagi á skattinum hefur verið ákveðinn 15. nóv. þetta ár, þ. e. a. s. þeim 10%, sem eiga að greiðast í peningum. Þá eru síðustu forvöð að inna greiðslu þeirra fjárhæða af höndum án þess að þurfa að greiða dráttarvexti eða annan slíkan kostnað. Menn eiga að skila veði fyrir skattinum fyrir 1. des, n. k., eins og auglýst hefur verið.

Það hefur ekki verið fyrirhugað að leggja fram skrá yfir skattgjaldendur, enda ekki gert ráð fyrir því í l.

Gjaldendum hefur verið tilkynnt hverjum um sig, hvað þeir eigi að greiða.