23.11.1951
Neðri deild: 32. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (359)

6. mál, togarakaup ríkisins

Pétur Ottesen:

Ég vil taka það fram að gefnu tilefni frá hæstv. forsrh., að sú brtt., sem hér um ræðir og er um ábyrgðarheimild fyrir ríkisstj., snertir að engu leyti þau kaup, sem stofnað hefur verið til á togurum, sem Reykjavíkurbær hefur nú. Samkvæmt heimild telur hann sig geta lagt bann á, að þeir verði seldir út úr bænum. Till. miðast eingöngu við kaup á skipum, þar sem ekki væri um neitt slíkt að ræða. Mun ég, eins og ég sagði áðan, ræða þetta nánar við hæstv. ríkisstj. Tel ég, að eftir málavöxtum hafi ég nokkuð ríkan rétt til þess að ganga eftir því við hæstv. ríkisstj., að hún veiti mér eða öllu heldur Akurnesingum brautargengi í þessu efni.