12.12.1951
Sameinað þing: 23. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í D-deild Alþingistíðinda. (3623)

186. mál, sænsk timburhús

Fyrirspyrjandi (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir upplýsingarnar. — Það er sýnilegt, að ríkisstj. hefur endurgreitt tollinn af húsunum, sem voru flutt inn 1945 og 1947, án þess að nokkur heimild væri til þess frá Alþingi,og er því ráðherra raunverulega ábyrgur fyrir þessu. — Hins vegar vænti ég þess, að ráðh. fallist á, að einnig verði greiddar þær kröfur, sem gerðar voru til Alþingis á þessum sama tíma vegna smíði á fiskibátum og byggingar á Keldum, og greiðslubætur fyrir tap á saltfiski, og vænti ég þess, að ráðh. sinni þeim kröfum.