26.11.1951
Neðri deild: 33. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í B-deild Alþingistíðinda. (363)

6. mál, togarakaup ríkisins

Emil Jónsson:

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr., hef ég leyft mér að bera fram brtt. við þetta mál á þskj. 263, um það, að ríkisstj. verði enn fremur heimilað að ábyrgjast allt að 2 millj. kr. lán til þess að setja olíukyndingartæki í þessi skip. Eftir því sem mér er kunnugt, þá kostar það 500–600 þús. kr. að setja slík tæki upp í hvert skip. Með þessu ætti því að mega takast að setja slík tæki í fjögur skip, og það eru áreiðanlega það mörg skip til, sem vert er að gera þessa tilraun Ég vænti þess, að hv. þm. taki þessari till. vinsamlega, þannig að hún fái þá afgreiðslu, sem hún á skilið.