04.01.1952
Efri deild: 54. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1402 í B-deild Alþingistíðinda. (3651)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Eins og þm. er kunnugt, þá er nú nýlega fallinn dómur í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta. Margan Íslending mun fýsa að fá að vita, hverjar forsendur alþjóðadómstóllinn í Haag færir fyrir úrskurði sínum og hvaða áhrif dómsniðurstaðan hefur á fyrirhugaða víkkun íslenzkrar landhelgi. Í þessu sambandi langaði mig til að bera fram stuttorða fyrirspurn til hæstv. dómsmrh.: Hefur ríkisstj. kynnt sér niðurstöður dómstólsins og áhrif þeirra á víkkun og verndun íslenzkrar landhelgi?