17.01.1952
Efri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1404 í B-deild Alþingistíðinda. (3657)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég á hér frv. á þskj. 59, 45. mál, sem útbýtt var 10. okt. og sett í n. þann 15. okt. Nál. kom þann 7. des. Þetta mál hefur ekki enn þá verið tekið á dagskrá. Ég á hér annað mál á þskj. 96, 70. mál, sem var útbýtt þann 19. okt. og sent til hv. fjhn. 22. okt. Nál. bæði meiri og minni hl. komu þann 5. og 8. des. Þetta mál hefur enn ekki verið tekið á dagskrá. — Enn á ég þriðja málið, þskj. 164, 94. mál, sem var útbýtt 5. nóv. og fór í n. 7. nóv. Nál. kom þann 17. nóv., en þetta mál hefur ekki heldur verið tekið á dagskrá.

Ég hugsa, að ekki hafi verið farið svona með neinn annan þm., að geymd hafi verið fyrir honum þrjú frv. allan þennan tíma, án þess að þau væru tekin á dagskrá. Ég tel, að þetta sé ekki annað en mistök, og vænti þess, að hæstv. forseti taki öll þessi þrjú mál til afgreiðslu á næsta fundi, Ég sé ekki, hvar málin geta legið allan þennan tíma, en vona, að hann sjái um, að þau verði tekin á dagskrá.