17.12.1951
Efri deild: 45. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (412)

117. mál, tekjuskattsviðauki, lækkun skatts af lágtekjum o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Eins og minnzt hefur verið á, liggur fyrir þinginu till. til þál. um endurskoðun á skattalöggjöf ríkisins og skattaákvæðum bæjar- og sveitarfélaga. Ég hef áður lýst því yfir, að ég væri samþykkur þessari till. Mér hefur og skilizt, að fylgi væri fyrir því máli. — Varðandi till. hv. þm. Barð., þá legg ég til, að hún verði felld. Vildi ég fara fram á það við hv. þm., að hann taki till. sína til baka, þar sem ég tel, að efni hennar eigi betur heima í þáltill. en lagafrv. — Ég sé ekki ástæðu til þess að fara að kappræða um þetta, en ég er sammála meiri hl. fjhn. varðandi afgreiðslu þessa frv.