17.12.1951
Efri deild: 45. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

117. mál, tekjuskattsviðauki, lækkun skatts af lágtekjum o. fl.

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég get ekki fallizt á að taka brtt. mína til baka. Hæstv. fjmrh. hefur aðeins lýst yfir, að hann fylgi þáltill. varðandi þá endurskoðun á skattalögunum, sem hér er farið fram á. Hæstv. fjmrh. hefur greitt fé úr ríkissjóði svo tugum þúsunda skiptir án þess að hafa leyfi Alþingis til þess, og býst ég varla við, að hann virði frekar viljayfirlýsingu þingsins varðandi endurskoðun skattalöggjafarinnar um skattaálagningu.

Það er misskilningur, að till. mín eigi ekki heima í þessum l. Það er ekkert eðlilegra en að bera till. undir atkv. í sambandi við þetta mál. Og mér er nær að halda, að hæstv. ráðh. vilji ekki láta endurskoða l., ef hann vill ekki láta gera það nú. Till. fer ekki fram á neitt annað en að láta endurskoða l. Ég held, að hæstv. ráðh. geti fallizt á það, nema hann beinlínis ætli sér ekki að hlíta vilja Alþingis. Þess vegna get ég ekki tekið till. mína aftur og óska, að hún komi til atkv.