19.12.1951
Neðri deild: 50. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

60. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Aðalatriði þess máls, sem hér hefur verið mest rætt, er í sambandi við tekjuþörf bæjar- og sveitarfélaga. Mér hefur skilizt, að allir væru á einu máli um það atriði, að bæjar- og sveitarfélög landsins þurfi verulega á því að halda að fá auknar tekjur. Ég hef ekki heyrt neinn þm. vefengja það. En þrátt fyrir það að þessi staðreynd er viðurkennd af öllum og þótt svo langt sé komið málum, að meiri hl. þm. hér í Nd. hafi samþ. ákveðnar ráðstafanir til þess að bæta úr í þessum efnum, þá á nú að kippa þessu öllu til baka, og eftir það að hafa hlýtt á ræðu hæstv. fjmrh., form. þingflokks Framsfl., þá hefur maður ekki orðið var við, að það sé meining ríkisstj. að sinna að nokkru leyti þeim meginóskum bæjar- og sveitarfélaganna að greiða eitthvað fram úr í sambandi við tekjuöflun þeirra. Með öðrum orðum: Það á að neita algerlega beiðni þeirra um auknar tekjur. Hæstv. atvmrh., form. Sjálfstfl., undirstrikaði að vísu í sinni ræðu, að um það væri ekkert að efast, að tekjuþörf bæjarog sveitarfélaga væri sannarlega mikil. En ég býst við, að hv. þm. hafi tekið eftir því, að hann innti ekki að því, að í ráði væri að bæta úr þessu á nokkurn hátt, því að það er væntanlega hv. þm. öllum ljóst, að þau loforð, sem hér liggja fyrir um það, að bæjar- og sveitarfélögunum skuli greiddar 5 millj. upp í vangreidd framlög ríkisins til skólabygginga og 2 millj. upp í vangreidd framlög ríkisins til hafnarframkvæmda, — það er öllum ljóst, að slíkar greiðslur eru ekki á neinn hátt tekjur fyrir bæjar- og sveitarfélög landsins. Hér er aðeins um að ræða, að ríkissjóður greiði til þeirra þá skuld, sem hann er í við bæjar- og sveitarfélögin. En það veit ríkisstj. vel, að flest bæjarog sveitarfélögin eru þegar búin að fá lán út á þessar innstæður hjá ríkinu, og því mundu þessu efni og lofaði því beinlínis að greiða úr fjárhagsvandræðunum nema í örfáum tilfellum.

Ég bjóst við, þar sem ég veit, að í Sjálfstfl. eru menn, sem hafa hug til að skilja, að ekki verður lengur vikið sér undan að verða við óskum bæjar- og sveitarfélaganna um aukna tekjustofna, og þar sem þeir höfðu stigið svo stórt spor til úrbóta í þessu máli, að um leið og þeir voru knúðir til að stíga það til baka, yrði þó gefin yfirlýsing um, að ríkisstj. ætlaði sér á síðara stigi málsins að koma með úrlausn í þessu efni og lofaði því beinlínis að greiða úr þessum vanda með auknum tekjustofnum. Það er viðurkennt, að söluskatturinn, sem ríkisstj. innheimtir, er álíka hár og allar útsvarsálögur í landinu eru. Þegar ríkisstj. innheimtir hann með jafnmikilli hörku og nú er gert af gjaldendum bæjar- og sveitarfélaganna, hefur farið þannig, að þau hafa orðið að draga sig til baka með sínar álögur og ekki treyst sér til að halda uppi innheimtu þeirra. — Það, sem ég tel að hafi komið fram í þessu máli, er, að Sjálfstfl. hafi ætlað að verða að nokkru við óskum bæjar- og sveitarfélaganna og meiri hluti hans unnið að því, en verið rekinn til baka af Framsókn og hún beri ábyrgð á og verði að standa við þá ábyrgð, að þessu var neitað. Framsfl. getur ekki skotið sér undan því, að hann ber ábyrgð á þessari neitun. Sjálfstfl. hefur ekki einu sinni getað fengið því lýst yfir, að til stæði að verða við óskum bæjar- og sveitarfélaganna að einhverju leyti. Því verður hv. 7. þm. Reykv., sem vel vill þessu máli, að viðurkenna, að hann sé knúinn til þess með hótunum Framsfl. að víkja í þessu máli, en ætli hins vegar að halda áfram baráttunni fyrir því síðar. — Svona finnst mér þessi mál líta út.