19.12.1951
Neðri deild: 50. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í B-deild Alþingistíðinda. (505)

60. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. 1. minni hl. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Ég verð að segja, að mér fannst leggjast lítið fyrir kappann, þegar hæstv. atvmrh. — nýbúinn að leggja sig í duftið fyrir Framsfl. — kemur hingað í Nd, og fer að koma með hótanir við þá þm., sem hann þykist geta náð sér niðri á sem ráðh. Mér datt í hug: „Þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á Alþingi.“ — Hæstv. fjmrh. telur það sjálfsagðan hlut, að ríkið borgi skuldir sínar við Landsbankann. En bæjar- og sveitarfélögin eiga að líta á það sem rausn og þakka þau fríðindi, að ríkið borgi þeim lögboðnar greiðslur, sem það skuldar þeim. En að borga Landsbankanum, það er sjálfsagður hluturl Hæstv. atvmrh. sagði, að Sjálfstfl. mundi halda sínu forustuhlutverki, en ég býst ekki við, að neinn muni efast um, að Sjálfstfl. fór í undanhaldi fyrir Framsfl. í þessu máli.