19.12.1951
Neðri deild: 50. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í B-deild Alþingistíðinda. (507)

60. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég vil þakka samúð og virðingu í ræðu hv. 2. þm. Reykv. Honum finnst sýnilega, að þegar ég er í stjórn, eigi ég einn að ráða öllu, og byggir það þá sennilega á því, sem var, þegar hans flokkur var í stjórn. — Út af fyrirspurn hv. 2. landsk. vil ég segja það, að ég tel nógan tíma til að ráðstafa tekjuafgangi ríkissjóðs, ef hann verður, en í öðru lagi, og það er aðalatriðið, er ekki hægt að gefa slík fyrirheit, því að ef tekjustofnarnir fara ekki fram úr áætlun, verður greiðsluhalli, því að við vitum, að það má alltaf búast við umframgreiðslum, og það er ekkert nýtt, heldur reynsla margra ára.