30.11.1951
Sameinað þing: 20. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1952

Frsm. 1. minni hl. (Ásmundur Sigurðsson):

Það var fremur hógvær framsaga frsm. meiri hl. n. fyrir þessum till. og mun eiga að skiljast svo, að þær eigi að samþ. athugasemda- og umræðulaust. Ég get ekki fallizt á það. Hv. frsm. hefur stundum talað lengur, þegar sízt var meiri ástæða til að koma með gagnrýni en er nú. Ég veit, að það muna allir hv. þm., að tveir stjórnmálaflokkar hafa keppzt við það undanfarið að eigna sér þá stefnu, sem fylgt hefur verið í atvinnumálum. Fyrir nokkrum dögum sló aðalfundur Sjálfstfl. því föstu, að það væri sá flokkur, sem hefði markað þessa stefnu og bæri ábyrgð á henni að öllu leyti. Nokkru áður var það í útvarpsumræðum, að hæstv. fjmrh. sló föstu, að Framsfl. væri að þakka sú mikla og góða stefnubreyt. í fjármálum ríkisins, sem náðst hefði a.m.k. síðan hann skipaði það sætí. Rétt er að athuga í sambandi við afgreiðslu þessa frv., hvert þessi stefna, sem flokkarnir keppast við að eigna sér, er að leiða atvinnulífið í heild, vegna þess að fjárlfrv. sýnir þetta greinilega, eins og meiri hl. n. hefur afgr. það. Skal þá bera saman fjárlfrv. eins og það var afgr. s.l. ár við fjárlfrv., sem nú liggur fyrir. Tekjur voru áætlaðar í fyrra 363.8 millj. kr., en gjöld 359.7 millj. og greiðslujöfnuður því hagstæður um rúmar 4 millj. Nú er samkv. áliti og till. meiri hl. fjvn., sem ég skal játa að ég er sammála í mörgu, en ekki öllu, orðin hækkun um 9.7 millj., og verður, eins og hv. frsm. meiri hl. gat um, rúmlega 7 millj. óhagstæður greiðslujöfnuður. Hann minntist einnig réttilega á, að í frv. vantaði vissa liði, eins og framlag til sjúkrahúsa, sem samþ. var í n., en dregið til baka að tilhlutun ríkisstj., þ.e.a.s. til 3. umr. Ég tel það mál samt sem áður útkljáð í n. Ég er því sammála, að miklar líkur eru til, að þegar frv. verður skilað sem l., verði gjaldaliðirnir komnir upp í 380 milljónir. En þá sjáum við, að þetta frv. verður 80 millj. kr. hærra en á síðasta ári. Er þetta nokkuð mikið stökk á einu ári. Er þess vegna mjög athugandi, hvort ekki sé hægt að gera tilraun til að laga þetta. Verði jafnmikið stökk á næsta ári, býst ég við, að ýmsum aðilum kunni að verða ærið þröngt fyrir dyrum í sínum eigin fjármálum.

Hv. formaður n. og frsm. eyddi töluverðum kafla af sinni ræðu í að tala um ábyrgðarleysi minni hl. í sambandi við till. á fundum n., og kem ég betur að því síðar.—Þegar maður lítur yfir tekjubálk þessa frv., sér maður fljótlega, að þær skiptast þannig: Skattar og tollar eru áætlaðir 270 millj. 850 þús. kr. Um aðra tekjuliði, sem áætlaðir eru, er það að segja, að tekjur af rekstri ríkisstofnana eru áætlaðar 83 millj. 623 þús. og aðrar tekjur áætlaðar 9 millj. Aðalliðir tekna af ríkisstofnunum eru tekjur af áfengis- og tóbakssölu. En skattar og tollar eru 271 millj. kr. hér um bil. Þeir skiptast aftur á móti þannig, að ef maður dregur frá beina skatta, tekju- og eignarskatt, tekjuskattsviðauka, stríðsgróðaskatt og fasteignaskatt, þá eru þeir þó ekki nema 43 millj. rúmlega. En óbeinir skattar og tollar nema 228 millj. 650 þús. kr. Til þess að skýra þetta enn þá betur skal ég greina þetta sundur þannig að taka út úr 5 aðalliði, hina óbeinu skatta, sem eru vörutollur og verðtollur, innflutningsgjald af benzíni, gjald af innlendum tollvörum og söluskattur. Þeir liggja beint. í vöruverðinu, að vísu nokkuð misjafnt eftir því, hvaða vörur eru, en þó háir á mörgum neyzluvörum. En söluskatturinn er á hverri einustu vöru, og hann er stærsti liðurinn af þessum fimm. Vörumagnstollur er áætlaður 22.5 millj., verðtollur 93 millj., innflutningsgjald 9.5 millj., gjald af innlendum tollvörum 7.5 millj., söluskattur 77 millj., samtals 209.5 millj. Þessir tollar og skattar, sem liggja beint í vöruverðinu í landinu, eiga stóran þátt í því háa verðiagi, sem almenningur á að búa við, sem sagt í því fyrirbrigði, sem kallað er dýrtíð og verðbólga, en þeim orðum hefur verið reynt að útrýma úr ræðum og blöðum og öðrum málgögnum stjórnarflokkanna nú um nokkurt skeið.

Ef maður athugar nákvæmar, hvernig þessir tekjustofnar koma á einstaklinga, er gott að líta á verðtollinn, 93 millj. Ég skal viðurkenna, að hann kemur ekki jafnt á einstaklinga, en mjög mikið á alla. Aðallega kemur hann misjafnt að því leyti, að þeir, sem hafa efni á að kaupa meira af því, sem lúxusvörur heita, borga eitthvað meira en hinir. En heildarlega séð er niðurstaða verðtollsins þannig, að hann einn út af fyrir sig er 650 kr. á hvern einstakling í landinu eða 3250 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu. Ofan á þetta bætist verzlunarálagning, hve mikil veit ég ekki, en áreiðanlega ekki svo lítil upphæð. Söluskatturinn einn er 77 millj., og allir vita, að hann er lagður á hverja einustu vöru, hverja einustu þjónustu og kemur oft á sumar vörur. Á ýmsan innlendan iðnað kemur hann allt upp að 6 sinnum. Það er líka upplýst, að hann hefur aukið dýrtíðina um 11–12% og vísitöluna um 5–6 stig. Þessi skattur einn nemur að meðaltali 540 kr. á hvern einstakling eða 2700 kr. á fimm manna fjölskyldu. Og svo harkalega er gengið að því að innheimta þennan skatt, að iðnfyrirtækjum hefur verið lokað, ef hann er ekki greiddur á tiltekinni klukkustund. Hefur ekki verið gengið eins harkalega að því að innheimta nokkurn skatt, — líklega vegna þess, að hann er sérstaklega búinn til til þess að auka verðbólguna í landinu. Ef maður tekur alla óbeina skatta, sem eru 228 millj., verða þeir um 600 kr. á hvern einstakling og 8 þús. kr. á hverja fimm manna fjölskyldu. Fyrir nokkrum árum var hér staddur merkur gestur erlendis frá, fjármálaráðherra Dana. Þegar hann var kominn heim til sín, birti eitt danskt blað, Socialdemokraten, frétt um það, hvað honum hefði þótt merkilegast á Íslandi, en það var það, hvað mikils hluta ríkisteknanna væri aflað hér með óbeinum sköttum, tollum og söluskatti. Hve mikið álag er svo á þessar 1600 kr., sem lenda á hvern einstakling, eða 8 þús. kr., sem lenda á hverja 5 manna fjölskyldu, get ég ekki sagt um með vissu, en nokkuð er víst, að það er allverulegt, og það er því engin furða, þótt nú sé svo komið, að mikil þröng er fyrir dyrum með fjárhag hjá fjölda af einstaklingum. En miðað við það ástand, sem verið hefur í þessum málum og fyrirhugað er að halda, vil ég leyfa mér að halda því fram, eins og ég gerði í fjvn., að ýmsir tekjuliðir í þessu fjárlagafrv. séu of lágt áætlaðir, og mun ég betur koma að því síðar.

Þá vil ég næst koma að því, á hvern hátt sú þróun hefur orðið að skapa þessa gífurlegu skattaáþján á þjóðinni, samtímis því sem vöruverð hefur verið hækkað stórkostlega með öðrum leiðum. Það var mikið talað um það af stuðningsmönnum núverandi stj. og beitt sem stóru máli við síðustu alþingiskosningar, að nú yrði að vinda bráðan bug að því að hverfa frá þeirri stefnu, sem farin hafði verið með því að verja nokkrum millj. kr. á ári til að greiða útflutningsbætur á fisk, en þessi háttur var hafður á í 3 ár, og þessar greiðslur námu á þeim árum samtals rúmum 50 millj. kr. Það var eitt stærsta mál stjórnarflokkanna við síðustu kosningar, að nú yrði að afnema þessar greiðslur; að þessu markmiði yrði að keppa, og því þótti sjálfsagt að fella gengið, því að það mundi leysa vandann. Þeir sem sagt felldu gengið til þess að afnema þessar ægilegu greiðslur úr fjárlögum ríkisins. En þá var þegar búið að búa til söluskattinn, og þeir, sem vilja kynna sér þskj. og ræður, sem fylgdu fæðingu þessa skatts, geta séð, að söluskatturinn var búinn til í þeim tilgangi að standa undir greiðslum vegna fiskábyrgðarinnar. Hver mundi því hafa orðið eðlileg afleiðing af því, er gengið var fellt um 74% til þess að geta losnað við þessa ábyrgð, sem söluskatturinn átti að standa undir? Jú, flestir ætluðu, að nú mundi þessi skattur verða felldur niður, nú þyrfti ekki lengur á honum að halda. En það fór á annan veg. Í stað þess að leggja hann niður var hann lagður á margfaldur á við það, sem hann var í upphafi, og þetta gerðist þrátt fyrir gengisfellinguna. Það mætti þó sannarlega ætla, að hagur ríkissjóðs hefði orðið betri en áður, þótt þessi skattur hefði verið lagður niður. Söluskatturinn var áætlaður árið fyrir gengisfellinguna 36 millj. kr., en gengisfellingarárið var hann síðan hækkaður upp í 47 millj. kr., jafnframt því að gengið var fellt um 74% í þeim tilgangi að losa ríkið við þau útgjöld, sem söluskatturinn átti að mæta. Þá var hann hækkaður um 11 millj. kr. eða um 1/4 til þess að greiða hækkuð útgjöld vegna gengisfellingarinnar. Þannig varð útkoman nákvæmlega öfug við það, sem til var ætlazt. Nú átti gengislækkunin að vera framtíðarlausn í þessum málum, og var það æ ofan í æ fullyrt af stjórnarflokkunum. En aðeins einn ári síðar kom í ljós, að hún var það þó ekki, og þá var tekið til enn nýrra ráða, bátagjaldeyrisins svonefnda, án þess einu sinni að leita ráða Alþ., og þetta nýja úrræði hafði í för með sér gífurlega verðhækkun í landinu, en samt var ekki hægt að lækka söluskattinn, því að á þessu ári var hann áætlaður 55 millj. kr., eða um 8 millj. kr. hærri en 1949, líklega vegna þess, að nú var búið að búa til tvö úrræði, sem áttu að anna því hlutverki, sem söluskatturinn skyldi upphaflega gegna. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Um síðustu mánaðamót var búið að innheimta í söluskatt á þessu ári hvorki meira né minna en 67 millj. kr., svo að það er sýnt, að hann verður ekki minni en 90–100 millj. kr. á þessu ári, enda reiknar hv. frsm. meiri hl. fjvn. með því, að tekjur ríkisins umfram áætlun verði um 150 millj. kr. á þessu ári. Þá lítur dæmið þannig út, að árið 1951 þarf að innheimta í söluskatt allt að helmingi hærri upphæð en fiskábyrgðin nam í öll þrjú árin, sem hún var greidd, óg 1952 er söluskattur áætlaður fyllilega þriðjungi hærri upphæð en fiskábyrgðin samtals á þessum árum. Ofan á þetta allt bætist svo sívaxandi dýrtíð, og ef þessar aðgerðir hæstv. ríkisstj. eru ekki meistaraleg uppfinning til að skapa verðbólgu í landinu, veit ég ekki, hvað segja má um þær. Ef þarna hefði verið um þjóðþrifastarf að ræða, má segja, að sá, sem fundið hefði upp þessar leiðir, væri stórlega verðlauna verður, svo meistaralegar voru þær uppfinningar. Því miður er þó ekki um neitt slíkt starf að ræða, því að verðbólgan er eitt hið alvarlegasta, sem þjakar efnahagskerfi okkar nú. En aðgerðir ríkisstj. hafa verið meistaralega uppfundið ráð til að auka verðbólguna í landinu.

Út frá þessu sjónarmiði var það, að ég taldi í þingbyrjun sjálfsagt, að fjvn. tæki til athugunar alla möguleika á að fella þennan skatt niður úr fjárl. næsta árs. Það hafði komið í ljós svo sterk andstaða gegn þessum skatti frá almenningi og kröfur um að fella hann niður, að það var tæplega hægt að standa á móti þeim kröfum lengur. Ég taldi því, að fjvn. ætti að taka þetta mál til rækilegrar athugunar strax og hún hæfi störf sín, og þess vegna bar ég fram á fyrsta fundi nefndarinnar till. þá, sem prentuð er á þskj. 292 og ég ætla að lesa hér upp, með leyfi hæstv. forseta:

„1. Þar sem verðlag allra nauðsynjavara í landinu er nú orðið mjög hátt og vitað er, að tekjur þær, sem ríkið tekur í tollum og öðrum óbeinum sköttum, ásamt verzlunarálagningu þeirri, er þeim fylgir, eru verulegur hluti vöruverðsins, og þar sem þegar hefur verið létt af ríkissjóði þeim útgjöldum, er söluskattinum var ætlað að mæta, þá er hann var lagður á fyrst, telur n. rétt að láta innheimtu þessa skattstofns niður falla um næstu áramót, þegar lög um hann falla úr gildi, og ákveður að starfa að afgreiðslu frv. með tilliti til þess, að svo verði gert.

2. Til þess að lækka útgjöld ríkisins svo sem unnt er og mæta þannig þeirri lækkun á tekjuáætlun frv., er afnám söluskattsins veldur, vill n. marka þá stefnu, að rekstrarútgjöld í starfskerfi ríkisins og ríkisstofnunum verði eigi hærri en á síðustu fjárl., nema þar sem sérstakar ástæður kunna að vera fyrir hendi.“

Fulltrúi Alþfl. í n. lýsti sig samþykkan þessari till. minni.

Hv. frsm. meiri hl. ræddi í ræðu sinni áðan nokkuð um þessa till. og benti á nokkra liði í því sambandi, sem við höfðum talið, að líkur væru til að mætti lækka, svo sem útgjöld samkv. 10. gr. um 1.8 millj. kr., heilbrigðismál um 6 millj., menntamál um 11 millj. og til landbúnaðarins og sjávarútvegsins um 9 millj. Hann passaði sig vandlega með það að tína allar þær till. um lækkun út úr, sem hann hélt að mundu vera almenningi viðkvæmastar. Þegar till. mín var borin fram í n., taldi hv. þm. Borgf., að ekki væri hægt að taka till. til afgreiðslu, nema frá okkur stuðningsmönnum hennar lægju fyrir beinar og nákvæmar till. um niðurfærslu einstakra liða fjárl. Við áttum með öðrum orðum að hafa þegar tilbúnar rökstuddar niðurstöður og till., sem n. hefur ekki treyst sér til að útbúa á þeim tveim mánuðum, sem hún hefur verið að störfum. Ég hélt því fram, að það væri mögulegt að ná þessu marki, ef starfsemi n. frá byrjun væri miðúð við það, ef n. ynni ötullega og hefði samstarf bæði við ríkisstj. sjálfa og þá menn, sem stjórna ríkisstofnunum, en fulltrúar stjórnarflokkanna töldu því allt til foráttu, og m.a. talaði hv. form. n. um það, hvað forstjórar ríkisstofnananna væru óþjálir í samstarfi. En ég held, að það hafi aldrei verið reynt að semja við þá um lækkun ríkisútgjaldanna til einstakra stofnana á þeim grundvelli, að vöruverð og allt verðlag í landinu yrði lækkað um leið, en slíkt mundi að sjálfsögðu hafa í för með sér stórfelldan sparnað fyrir þessar stofnanir. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem ég tel mjög mikilsvert, þegar rætt er um lækkun útgjaldanna. Hitt er svo alveg rétt, og ég skal ekki draga dul á það hér, að ég hélt því fram, að það mætti líklega í öllum greinum fjárl. lækka útgjöldin nokkuð, en ég hélt því líka fram, að sumir tekjuliðir væru of lágt áætlaðir, m.ö.o., að ríkisstj. væri að halda áfram á þeirri braut, sem hún hefur verið á, að afgr. fjárl. þannig, að tekjuafgangur yrði stórkostlegur, sem ríkisstj. gæti svo varið eftir eigin geðþótta án þess að spyrja Alþ. um. Ég tel, að þessi þróun í fjármálunum eigi ekki að halda áfram. — Eftir að þjarkað hafði verið um till. á þrem fundum, var henni vísað frá með rökstuddri dagskrá, er form. n. flutti og hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Þar sem engar ákveðnar tillögur eru gerðar um niðurfærslu útgjalda á fjárlagafrv. á móti lækkun þeirra tekna, er niðurfelling söluskattsins hlyti að hafa í för með sér, og ekki hefur heldur verið bent á aðra tekjustofna til þess að vega upp á móti söluskattinum, en n. litur hins vegar svo á, að fjárl. beri að afgr. greiðsluhallalaus, þykir ekki tímabært að láta fara fram sérstaka afgreiðslu um þennan lið og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“

Í þessari till. koma fram þær sömu mótbárur, sem áður höfðu heyrzt, að ekki væri hægt að ræða um niðurfellingu söluskattsins, nema fyrir lægju nákvæmar till. um það, hvaða liði skyldi lækka, að þennan lið ætti að lækka um eina millj. kr., annan um 500 þús. kr., þriðja um 10 þús. og svo þar fram eftir götunum. En meiri hl. n. vildi ekki sinna þeirri till. minni, að n. reyndi að gera frv. þannig úr garði, að þennan tekjumissi mætti vinna upp. Fulltrúi Alþfl. einn greiddi till. minni atkvæði, hinir allir sjö á móti.

Þá skal ég benda á fáein atriði til sönnunar því, að hægt hefði verið að fella söluskattinn niður. Ég skal sanna það með rökum í þessum umræðum. Í fyrsta lagi vil ég benda á, að ríkið hefði getað sparað sér veruleg útgjöld með því að lækka verðlag í landinu, svo sem hægt hefði verið með niðurfellingu söluskattsins, um 11–12% og vísitöluna um 5–6 stig. Ég minnist þess, að hæstv. fjmrh. hélt því fram í umræðum um söluskattinn, að þessi vísitölulækkun mundi ekki spara ríkinu nema tiltölulega fáar millj. kr. í launagreiðslum til opinberra starfsmanna. En ég vil benda á, að það er ekki síður í öðrum útgjaldaliðum við rekstur hinna ýmsu ríkisstofnana, sem sparast mundi verulega. Póst- og símamálastjóri hefur upplýst á fundi í fjvn., að hvert vísitölustig hækki útgjöld póstsins um 42 þús. kr. og 6 stig þá um 252 þús. Við símann hækka útgjöldin um 272 þús. kr. við hvert stig, og kostar því 6 stiga vísitöluhækkun þessar tvær stofnanir um 2 millj. kr. Samkv. upplýsingum forstjóra Skipaútgerðar ríkisins kostar hvert vísitölustig 150 þús. kr. fyrir skipaútgerðina og landhelgisgæzluna. Þar væri því hægt að spara 900 þús. kr. með því að lækka vísitöluna um 6 stig. Svona mætti halda áfram, og þegar maður lítur á einstakar greinar fjárl., sem margar hverjar hlaupa á tugum millj. króna, og vitað er, að allir þessir liðir eru meira og minna háðir verðlaginu í landinu, þá liggur það ljóst fyrir, að ríkið mundi geta sparað sér margfalt hærri upphæð við slíka lækkun verðlagsins en sagt er, að það sparaði sér í beinar greiðslur til fastráðinna embættismanna.

Í sambandi við þetta skal ég benda á fjárveitingar til landbúnaðarins, og ég vel landbúnaðinn sérstaklega vegna þess, að ég veit, að það mundi helzt verða ráðizt gegn mér persónulega fyrir þá afstöðu, en ég álit, að bændur mundu miklu betur komnir, ef söluskatturinn yrði felldur niður og hið almenna verðlag lækkað um 11–12%, jafnframt því að fjárveiting ríkisins til þeirra yrði dregin ögn saman. Bændastéttin borgar áreiðanlega miklu hærri upphæð í söluskatt en nemur þeim 8 millj. kr., sem hún á að fá í jarðræktarstyrk næsta ár samkvæmt fjárl. Það er t.d. álitið, að söluskatturinn á einni dráttarvél muni nema um 2000 krónum, og af kostnaði við að rækta einn hektara lands mun skatturinn nema nokkrum hundruðum króna. Ég tel hiklaust, að landbúnaðurinn mundi standa betur að vígi, jafnvel þótt þessar 8 millj. væru felldar niður, jafnframt því að söluskatturinn yrði afnuminn. Landbúnaðurinn í heild mundi ekki standa verr að loknum slíkum aðgerðum, en það eru nokkrir einstaklingar, sem mundu ekki standa jafnvel að vigi. Það var sagt frá því í sumar í útvarpinu, að maður, sem fæst við sandgræðslu austur í Rangárvallasýslu, hefði fengið hæstan jarðræktarstyrk á þessu ári, eða 45 þús. kr. Hvað skyldi þurfa marga miðlungsbændur í Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Strandasýslu, Húnaþingi og öðrum sýslum landsins til þess að fá samtals 45 þús. kr. af þessum 8 millj.. sem eiga að ganga til jarðræktar? Ætli þeir yrðu ekki nokkuð margir? Og það er þarna atriði, sem vert er að minna á, um leið og bent er á möguleikann á því að lækka fjárveitingu til landbúnaðarins gegn afnámi söluskattsins, og ég er reiðubúinn til að standa fyrir þessu máli á hvaða bændafundi sem er. — Þannig hygg ég, að það mundi verða hið sama upp á teningnum við athugun á heilbrigðismálum, menntamálum eða hvaða fjárlagagrein sem væri.

Þá vil ég benda á það næst, sem hv. fulltrúi Alþfl. í fjvn. hefur einnig rakið nokkuð, að það er enginn eti á því, að hægt væri að draga úr útgjöldum ríkisins með auknum sparnaði í ríkiskerfinu. Ég tek það fram, að þessi leið er ekki upp fundin af mér. Það munu vera 3–4 ár síðan öll fjvn. varð sammála um að flytja till. í þessu efni. Flutti hún þá margar till., sem miðuðu að sparnaði í embættisrekstri ríkisins, en það muna væntanlega allir, hvaða útreið þær till. fengu. Þáverandi ríkisstj. undir forustu Stefáns Jóhanns batzt samtökum um að fella allar þær till. Ég hef ekki lagt mig niður við að leita uppi ræðu hv. form. fjvn., sem hann hélt við það tækifæri, en þar eru áreiðanlega fróðlegar glefsur, er mætti benda honum á núna, þegar hann telur till. í þessa átt fáránlegar. Ég tók upp á næsta þingi mikið af þessum till., en þær voru þá aftur felldar allar saman, og þá greiddi meiri hl. fjvn. atkvæði á móti þeim, þar sem hann taldi þýðingarlaust og ekki rétt að fara inn á þá braut. Ég er alveg sammála hv. form. fjvn. um það, að það er fullt af því í embættisrekstri ríkisins, að einstaklingar hafi 60–90 þús. kr. tekjur, þar sem eðlileg laun mundu vera 30–40 þús. Ég veit þess dæmi, að forstjóri hefur laun við tvær ríkisstofnanir, 43 þús. kr. við aðra og 34 þús. við hina. Um þetta þarf ég ekki að fara mörgum orðum, því að þetta er svo augljóst, en meiri hl. n. vildi þó ekki sinna því að lagfæra þetta mál. Ef farið er í gegnum þau skjöl, sem hægt er að afla sér um þetta efni, er hægt að finna mörg slík dæmi um eyðslu í ríkisrekstrinum.

En í sambandi við þetta atriði vil ég benda á annað. Með fjárlagafrv. því, sem hér er til umr., eru gerðar allvíðtækar athugasemdir og tekið fram á bls. 72 varðandi stjórnarráðið svo hljóðandi: „Bætt er við einum fulltrúa í dómsmálaráðuneytinu vegna aukins starfa við framkvæmd hinnar nýju löggjafar um meðferð opinberra mála. Gert er ráð fyrir, að í fjármála- og félagsmálaráðun. og forsætis- og menntamálaráðuneytunum verði fjölgað um fulltrúa í hverju ráðuneyti fyrir sig, er vinni hálfan daginn.“ En liti maður síðar í þessar athugasemdir, þá kemur fram, að í þessum sömu rn. eru starfandi 36 manns, en samt sem áður þarf að bæta við fulltrúum, sem vinna aðeins hálfan daginn. Mér finnst þetta bera meiri svip af því, að það séu vissir menn, sem stjórnarflokkarnir þurfa að koma í starf, en að ómögulegt sé að leysa þessi störf af hendi án þeirra. Í sambandi við þetta vil ég benda á atriði, sem var deilumál á milli Framsóknarflokksins og Íhaldsflokksins fyrir meira en 20 árum. Það var meðan þjóðin átti engan Sjálfstæðisflokk, heldur bara Íhaldsflokk. Það var eftir kosningarnar árið 1927. Þá var eitt af því, sem Framsfl. vann á stórsigra gagnvart íhaldinu, að hann réðst á óhóflega eyðslu ríkisins. Og þá var skipuð ríkisgjaldan. Hún gaf út bók, þar sem sýnt var um hvern einasta mann, sem tók laun hjá ríkinu, hve mikið hann fengi, þó að hann hefði laun á fleiri en einum stað. Síðan ég kom í fjvn. hefur hún óskað eftir því — og form. hennar einnig áreiðanlega óskað eftir því að fá svona skýrslu um launagreiðslur ríkisins. Hann hefur margtekið það fram við hæstv. fjmrh., að n. óskaði eftir skýrslu, þar sem sjá mætti, hvað hver einasti maður tekur í laun hjá ríkinu, hvort sem það er á einum stað eða fleiri. Þetta hefur ekki fengizt enn. Þegar núverandi hæstv. fjmrh. tók við sínu starfi, lét hann gera þessa starfsmannaskrá, sem sýnir bara hverja stofnun fyrir sig og sýnir að vísu, hve margir menn starfa í hverri stofnun og hvaða laun þeir hafa. En ekkert sýnir hún um það, hvað hver maður tekur í öllum stofnununum. Nei, þessi starfsmannaskrá er eins og svolítil snuðtútta, sem stungið er upp í fjvn. Og mér sýnist, að meiri hluti hv. fjvn. ætli að láta sér þetta nægja, sennilega fyrir það, að hann telur þýðingarlaust að heimta meira, kannske líka fyrir það, að Framsfl. hefur ekki eins mikinn áhuga á að fletta þessu sundur nú fyrir alþjóð eins og 1927, þegar hann hafði verið í stjórnarandstöðu fyrir þann tíma. Og ég skal nefna eitt dæmi úr þeirri ágætu skrá. Einn ágætur starfsmaður ríkisins, sem ég ekki nefni, enda er hann nú látinn, hafði jafnhá laun og öll farkennarastétt landsins, en í henni voru 75 einstaklingar. Vitanlega var um ólík störf að ræða. Á þessari skrá vann Framsfl. ekki litla sigra. En honum er einhvern veginn ekki eins mikið áhugamál að sýna þessa hluti nú.

Annað atriði vil ég benda á í sambandi við, hvað sýnt er, að hlýtur að mega bæta í ríkiskerfinu, fyrir utan þann sparnað, sem mundi verða við að afnema söluskattinn. Það vita allir hv. þm., að ríkið hefur ekki húsnæði fyrir sínar stofnanir nema að litlu leyti. Í sambandi við það var upplýst í skjali, sem fjvn. fékk, að eln einasta ríkisstofnun borgi 250 þús. kr. í húsaleigu, ljós og hita og ræstingu yfir árið. Þetta er að vísu í stórri stofnun. En mér ofbauð þetta. Fyrr má nú rota en dauðrota. Að greiða 1/4 úr millj. í húsaleigu fyrir eina stofnun í þessu efni. Er nokkurt vit í þessu? Er ekki betra að byggja yfir þessa stofnun? Ég sé ekki betur en að hér sé verið að féfletta ríkissjóð. Og mér sýnist það koma fram, að það sé greitt af ríkinu 12 kr. fyrir fermetrann á mánuði í vörugeymsluskúr. Þetta er atriði, sem ástæða er til að athuga. En þetta er atriði, sem ég gat ekki komið með brtt. um áður en n. tók til starfa.

Þrátt fyrir það að svona væri tekið undir till. eins og ég gat um, og þar með sýnt, að meiri hl. n. vildi ekki sinna því að leggja á nokkurn hátt til lækkun á nauðsynlegum liðum í ríkiskerfinu, þá fluttum við í félagi, hv. 6. landsk. þm. og ég, milli 30 og 40 brtt. til lækkunar á ýmsum liðum. Við fengum þau svör, að þetta væri gert út í bláinn, þessir liðir væru ekki hærri en í fyrra og þar fram eftir götunum. Og hver einasta þessara brtt. var felld í n. Ég held, að það sé rétt, að ekki einn einasti maður þessara 7 þm. í meiri hl. n. hafi í eitt einasta skipti greitt nokkurri þessara brtt. atkv.

En svo að ég nefni dæmi, þar sem mér virðist keyra alveg sérstaklega úr hófi, þá ætla ég að fletta upp í 10. gr. frv., þar sem hún fjallar um utanríkismál. Ekkert efast ég um það, að við þurfum að hafa utanríkisþjónustu og sjálfsagt er að fara á ráðstefnur og margt annað fleira. Við höfum líka 6 sendiráð og 2 aðalræðismannsskrifstofur, og hefur það sannarlega verið álit margra, að fækka mætti þessum sendiráðum, að minnsta kosti á Norðurlöndum. Það var lagt niður sendiráð í Moskva, en það þótti sjálfsagt að hafa þrjú sendiráð á Norðurlöndum. En sleppum því. Þegar 10. liðurinn í 10. gr. er athugaður, þá er það kostnaður vegna samninga við erlend ríki á vegum utanrrn. að upphæð 650 þús. kr. Nú efast ég ekkert um, að það þarf að eyða einhverju verulegu fé til samninga við erlend ríki. En ég efast samt sem áður um, að þessi áætlun þyrfti að vera svona há til þess að greiða fyrir samninga við erlend ríki fyrir utan það, sem sendiráðin gera. Kostnaðurinn við sendiráðin er gert ráð fyrir að verði þessi: Í Kaupmannahöfn 267000 kr., í Stokkhólmi 311900 kr., í London 658200 kr., í Washington 702800 kr., í París 741900 kr., í Osló 262600 kr., við aðalræðismannsskrifstofuna í Hamborg 229100 kr. og við aðalræðismannsskrifstofuna í New York 62 þús. kr., og ég bendi á, að það er sú eina af þessum stofnunum, sem ekki á að verða hærri kostnaður við en á síðustu fjárl., líklega af því að hún var lægst fyrir. Auk þess hefur verið gert hér ráð fyrir 170 þús. kr. til ferðakostnaðar. Svo bætist við þessi kostnaður vegna samninga við erlend ríki 650 þús. kr. Það getur vel verið, að stjórnarflokkarnir séu þeirrar skoðunar, að það sé ekki hægt að spara nokkurn hlut á þessum upphæðum. Ég er sannfærður um, að það má spara verulega. Þá kemur hér 11. liðurinn, kostnaður vegna þátttöku í alþjóðaráðstefnum á vegum utanrrn., 600 þús. kr. Hann er nærri jafnhár og kostnaðurinn vegna samninga við erlend ríki. Já, miklir menn erum við Hrólfur minn, stendur í einni af fornaldarsögum okkar, og þótti sú persóna, sem þau orð viðhafði forðum, vera fremur lítt dugandi í þeim stórræðum, sem þar var um að ræða. Það leynir sér ekki, að Íslendingar eru nú orðnir miklir menn. Við erum komnir í Atlantshafsbandalag og Evrópuráð og fleira og fleira, og nýlega er búið að gera nokkurs konar hernaðarsamning við Grikki og Tyrki, og ég fæ ekki betur skilið en að samningurinn sé þannig, að það ber hver þjóð ábyrgð á landamærum annarrar. Ef við eigum að bera ábyrgð á landamærum þessara þjóða, þá mun það vitanlega kosta talsverðan pening. Það hefur líka fljótt komið fram, að við erum búnir að gera þessa samninga, því að utanrrh. hefur verið á ráðstefnu um þessi mál í Róm. Það er ekki undarlegt, þó að þurfi peninga til þess að senda fulltrúa til Rómar til að sitja þar á rökstólum eins og hann hefur gert undanfarna daga. Það er eðlilegt, að það komi einhvers staðar fram, að við erum orðnir svo stórir menn að vera farnir að taka þátt í ráðstefnum um styrjaldarmálin í heiminum og ráðstefnum viðkomandi átökum milli stórveldanna. En það er alveg víst, að þessar 600 þús. kr. eru teknar úr vasa íslenzkra skattgreiðenda og íslenzks atvinnulífs. — En sagan er ekki öll sögð með þessu. Það virðist ekki nægja, sem áður nægði, að utanrrn. hefði á hendi þessa starfsemi í sambandi við þátttöku í alþjóðaráðstefnum, því að 14. liður gr. er þannig: Kostnaður við alþjóðaráðstefnur á vegum annarra en utanrrn. og annar utanfararkostnaður, 200 þús. kr. — Og þetta er alveg nýr liður. Það er ekki nema eðlilegt, að önnur hæstv. rn. vilji líka hafa hönd í bagga um þessi stórmál og þykist ekki ofhaldin, þótt þau fái einar litlar 200 þús. kr. til þess að vera þó einhver þátttakandi í þessari starfsemi, sem íslenzka þjóðin nú er þátttakandi í. En ætli það geti ekki farið í þessu efni eins og fyrir persónunni, sem þótti duglítil í þeim átökum, sem þar var um að ræða, og ég nefndi? Ætli það geti ekki verið, að við Íslendingar séum varla svo mikils metnir í alþjóðamálum í þessu efni, að það svari kostnaði að taka þessar 800 þús. kr. úr vasa íslenzkra skattgreiðenda, sem hér er gert ráð fyrir, til þess að borga þetta flakk. Ef íslenzka þjóðin lifir af þau átök, sem einhvern tíma kunna að verða í heiminum, þá gæti svo farið, að þeir, sem eftir okkur koma, kynnu vægast sagt að brosa góðlátlega að þessu brölti öllu saman. Og það er þó að minnsta kosti gaman fyrir þá, að það verður líka skjalfest, hverjir að þessum ráðstefnum standa og hverjir bera ábyrgð á þeim. — Háttur íslenzku alþýðunnar á undanförnum úratugum og öldum hefur verið að setja alvöru lífsins oft fram á kímilegan hátt, og hefur þjóðin á þann hátt reynt að létta byrði sína. Og íslenzka alþýðan er beinlínis farin að skapa sér þjóðsögur um þessi ferðalög.

Þá þykist ég hafa fært rök fyrir því, að hægt hefði verið að spara á ýmsum greinum frv., ef nokkur vilji hefði verið fyrir því hjá hv. fjvn. og ríkisstj. að marka þá stefnu strax frá byrjun og reyna að feila söluskattinn niður og ná saman endum frv., að minnsta kosti að mestu leyti, þó að það væri gert. Og það hefði mátt ná verulegum hluta þeirrar upphæðar með slíkum sparnaði. En ég tel, að það séu full rök fyrir því, að tekjuliðir frv. séu of lágt áætlaðir. Og ég bendi á, að þetta kom fram í n. seinna, hjá hv. meiri hl. n. Og það kemur beinlínis fram í áliti n. Þar er gert ráð fyrir, að eftir sé að athuga þessi mál við 3. umr., og þar með getur komið til mála að hækka þessa tekjuliði til þess að mæta þeirri hækkun, sem getur orðið á greiðsluliðum frv. í meðferðinni.

Þá vil ég segja örfá orð út af því, sem hv. frsm. meiri hl. fjvn. gat um, þegar hann talaði um sérstakt ábyrgðarleysi í sambandi við það, að ég benti á, að það væri engin goðgá, — ég komst þannig að orði, — að fjárl. væri skilað með einhverjum greiðsluhalla í ár. Ég benti á það, sem þá var orðið ljóst og er miklu betur ljóst nú, að það yrði margra milljónatuga afgangur hjá ríkissjóði á árinu, sem ríkisstj. hefur ekki nokkra heimild til að ráðstafa án vilja þingsins. Það er beinlínis brot á hennar skyldum, ef hún ráðstafar greiðsluafganginum án vilja þingsins. Og þar sem þetta er sannað, þá er það engin goðgá að ná því marki að létta byrðar þjóðarinnar um þessar 77 millj. kr., sem söluskatturinn nemur, með því að greiða það að einhverju leyti með greiðsluafgangi þessa árs. Og nú er búizt við, að þessi tekjuafgangur verði mun meiri en búizt var við, þegar við í byrjun þingsins vorum að ræða þetta í n.

En til þess að sýna enn betur fram á þetta ætla ég að minna ofur litið á afgreiðslu síðustu fjárl., hvernig hún var gerð. Það muna allir hv. þm., að fjárl. voru á síðasta þingi afgreidd fyrir áramót. Þá voru í gildi verzlunarhöft, og þá fengum að minnsta kosti við stjórnarandstæðingar í n. ekkert að vita um, að aukinn yrði innflutningur svo stórkostlega sem gert hefur verið. Þess vegna áætlaði ég ekki á þeim tíma, að innflutningstekjur ríkisins gætu numið jafnmiklu og þær hafa gert. En mér þykir trúlegast, að stjórnarflokkarnir hafi haft hugmynd um þetta. Þar af leiðir, að það, sem við vorum að gera í fyrra, var það, að verið var vísvitandi að setja tekjuáætlunina á frv. of lága til þess að fá margra millj. kr. tekjuafgang nú. Það er sá tekjuafgangur, sem hér um ræðir og hefur verið tekinn úr vasa almennings og dreginn út úr atvinnulífinu.

Þá er bezt að gefa dálitlar upplýsingar um, hvernig afkoma yfirstandandi árs muni verða. Við fengum í fjvn. um það leyti, sem frv. var skilað, ákaflega mikla skýrslu, sem sýnir, hversu mikið tekjur ríkissjóðs árið 1951 fara fram úr áætlun. Skýrslan er miðuð við síðustu mánaðamót. Þar er það gefið upp, að vörumagnstollur, sem áætlaður er 21 millj. kr., er innheimtur nú þegar á 20. millj. kr. Verðtollurinn er innheimtur um síðustu mánaðamót 92 millj. kr., og það er sýnilegt, að hann fer nokkuð á annað hundrað millj. kr. Í október nam verðtollurinn 131/2 millj. kr. Þó að maður reiknaði ekki nema með hlutfallslega sömu upphæð, þá mundi verðtollurinn verða 27 millj. kr. í nóvember og desember og þannig alls 119 millj. kr. En það er full vissa fyrir því, að innflutningurinn er ævinlega mikill í nóvember og desember, og þess vegna mun verðtollurinn fara upp í 120 eða 130 millj. eða meira. Í stað þess var hann áætlaður 73 millj. kr. Kannske eykst hann um helming. Innflutningsgjald af benzíni er innheimt nú rúmlega eins og það er áætlað. Það, sem kann að koma af innflutningi þessum í nóvember og desember, fer því fram yfir áætlun. Söluskatturinn, sem er áætlaður 55 millj. kr., er þegar innheimtur 67 millj. kr. Og reikni maður með tilsvarandi upphæð í nóvember og desember, þá ætti hann að verða um 90 millj. kr. og nálgast kannske 100 millj. kr.

Þetta sýnir bara það, að hér hafa verið áætlaðar gífurlega lægri tekjur en þær verða. Og það er gert til þess að draga inn í ríkissjóð hluta af því fé, sem var í umferð hjá þjóðinni, því fé, sem var í umferð í atvinnulífinu. Ég hef ekki þorað að segja meira í mínu nál. en það, að umframtekjurnar mundu áreiðanlega verða 120 millj. kr. En bæði frsm. meiri hl. fjvn. og frsm. 2. minni hl. áætla þessa umframupphæð 150 millj. kr., og ég er sammála um, að miklar líkur séu til, að þær verði 120 millj. kr. (Fjmrh.: Býður nokkur betur?) Ég veit það ekki. Kannske hæstv. fjmrh.

Nú skal ég reikna dæmið lengra og gera ráð fyrir, að form. fjvn. hafi ekki skjátlazt. Svo skulum við hugsa okkur, að þegar var verið að afgr. síðustu fjárl., þá hefðu verið lagðar fram till. um afnám söluskattsins, sem verður um 90–100 millj. kr. Hefði hann ekki verið innheimtur og allt annað staðið við sama, þá hefðu samt sem áður orðið verulegar umframtekjur. Þetta hefði orðið vegna þess, að við það að sleppa söluskattinum hefði ríkissjóður sparað mikla upphæð í gjöldum, sem hefðu komið sem umframtekjur.

Nú efast ég ekki um, að margir munu ætla, að gjöldin hljóti að hafa farið mjög mikið fram úr áætlun og þetta hafi orðið til þess að éta upp umframtekjurnar. En svo er ekki. Gjöldin hafa farið tiltölulega lítið fram úr áætlun, það sem af ei. árinu, og þess vegna er það sýnilegt á þessum plöggum, sem ég er með, að rekstrarafgangur ríkissjóðs verður gífurlega mikill. Hér sést t.d. upphæð, sem væntanlega verður á fjáraukalögum, 1.3 millj. kr., en ég býst við, að þar við bætist tölur fyrir nóvember og desember. En gjöldin hafa samt sem áður verið áætluð tiltölulega nokkru lægri á fjárl. þessa árs, en tekjurnar langt fyrir neðan það, sem verður. Það var verið með slíkum fjárl. að afhenda ríkisstj. leyfi til þess að taka úr vasa almennings og atvinnulífsins íslenzka nokkuð á annáð hundrað millj. kr., sem ekki þurfti til þess að tryggja fjárhagsafkomu ríkisins. Og bara hluti af þessum 120 millj. kr., t.d. söluskatturinn, gildir hvað einstaklinga snertir ekki minna en 2700 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu.

Heildarlega séð vil ég upplýsa, að samkvæmt þessari skýrslu eru gjöldin áætluð 297.9 millj. kr. og reyndust í lok október vera orðin 233.9 millj. kr. Mismunurinn var 64 millj. kr., og samkvæmt því liggur það þannig fyrir, að meðalgreiðslur á mánuði þessa 10 mánuði ársins hafa verið 23 millj. kr. En hæstv. ríkisstj. má eyða 32 millj. kr. í gjöld á mánuði, þessa tvo mánuði til áramótanna, áður en gjöldin fari fram úr áætlun. (Fjmrh.: Það er prentvilla í nál. upp á 36 millj. kr.) Þá bið ég menn að leiðrétta það. En það hefur sjálfsagt enginn maður í fjvn. varað sig á því. En þó að þessi upphæð sé dregin frá, þá er fyrirsjáanlegt, að reynslan verður sú, að það verður ekki minna en 100 millj. kr. greiðsluafgangur fyrir því. (Fjmrh.: Því miður er hann ekki nærri því.)

Ég vil taka það fram, að ég er samþykkur mörgum af brtt. meiri hl. fjvn., og þær tillögur, sem ég flyt hér, eru ekki sérstaklega brtt., sem hafa klofið n. Brtt. eru ekki stórvægilegar. Hefði ég verið sammála n. um allt annað, þá hefði ég getað skrifað undir nál. með meiri hl. n. og með fyrirvara. En ég er andvígur þessari stefnu, sem ég hef gert grein fyrir. Fyrir fáum árum var það orðtak mjög í tízku hjá stjórnmálaflokkunum, sérstaklega hjá forustumönnum Sjálfstfl. og þó allra mest Framsfl., að tala um ofþenslu í fjármálalífinu, of mikið fé í umferð og of mikla kaupgetu hjá alþýðunni sem heild. Og stefnan hefur verið sem sagt sú, sem ég minntist á í upphafi máls míns, og stefnan, sem báðir þessir hv. flokkar eru að keppa um að tileinka sér, er sú að draga úr ofþenslunni, draga inn fé, sem var í umferð, og draga úr kaupgetu almennings. Það er búið að fara margar leiðir til að gera þetta. Einu sinni var farin kaupgjaldsbindingarleiðin. Hún dugði ekki. Þá var farin gengislækkunarleiðin. Hún virðist ekki duga alveg. Það hefur verið farin bátagjaldeyrisleiðin. Síðan neita bankarnir um lán til að nota sem nauðsynlegt rekstrarfé atvinnufyrirtækja. Og þessi leið, sem nú er farin með því að draga inn svo mikið fé í ríkissjóð, er bara ein af þeim leiðum, sem verið er að fara til þess, sem talað er um, að minnka fé í umferð, minnka ofþensluna, minnka kaupgetuna í landinu. Og það er staðreynd, að það hefur tekizt að ná þessu marki mjög mikið. Það hefur tekizt að minnka svo fé í umferð, miðað við þörf þjóðarinnar, að atvinnulífið er komið í versta horf og blátt áfram strandað á mörgum sviðum fyrir það. Ég vil benda á nokkur dæmi til rökstuðnings þessu. Við vitum allir, hvernig það hefur verið um sjávarútveginn á undanförnum árum. Þjóðin hefur eignazt á síðustu 5 árum síðan 1947 40 nýja togara. Hún hefur eignazt mörg frystihús, margar verksmiðjur og mörg fiskþurrkunarhús á þessum tíma. Hvaða rökrétt ályktun verður dregin af þessari gífurlegu aukningu atvinnutækjanna? Hún verður sú, að það hlýtur að þurfa stóraukið veltufé í landinu, til þess að þessi fyrirtæki geti gengið. En í staðinn fyrir að auka það í samræmi við þá þörf, þá hefur alltaf verið barizt við að draga úr veltufénu í umferð. Sem dæmi um það má nefna, að þegar gengislækkunin var gerð, þá lækkaði íslenzka krónan um 45% að verðgildi frá því, sem var. Afleiðingin verður sú, að til þess að framleiðslutæki geti gengið, þarf þeim mun meira fé en áður í veltufé. Og fyrirtækin, sem þurftu áður 3 millj. kr. í veltufé, þurfa nú um 5 millj. kr. Iðnfyrirtæki, sem þurfa verulegt fjármagn til að halda sínum daglega rekstri gangandi, þurfa nú að auka rekstrarfé sitt um helming. Nú hefur lánsfé bankanna aukizt dálítið, en ekki nærri því, sem þyrfti að vera. En seðlaveitan er nú svo að segja sú sama sem fyrir gengislækkunina, þó að þessar hækkanir hafi orðið. Af þessu leiðir, að atvinnulífið er að komast í þrot. Og á þann hátt hefur með ýmsum leiðum verið dregið úr fjármagninu, sem er í veltu í landinu og á að vera til þess að koma áfram atvinnulífinu. Það veltufé, sem er í gangi í landinu á hverjum tíma, má líta á sem blóð í lifandi veru, afl, sem á að knýja lífsstarfsemina áfram, til þess að hún stöðvist ekki. Það þýðir ekki mikið að eiga 40 togara, ef ekkert fé er til að reka þá. Stefnan er að draga úr þessari blóðrás atvinnulífsins, og árangurinn er svipaður og ef læknir tekur heilbrigðan mann og dælir úr honum nokkru af blóðinu og ætlast svo til, að hann sé eins starfshæfur eftir sem áður. Stefnan, sem stjórnmálaflokkarnir tileinka sér og kemur fram í þessu frv., er sú að dæla verulegu af þessu blóði, sem fjármagnið er í efnahagslífinu, og setja það annars staðar. Og svo langt getur þetta gengið, að iðnfyrirtækjunum sé beinlínis lokað, ef þau geta ekki greitt viss gjöld eins og söluskattinn á réttum tíma. Árangurinn sýnir sig líka vel. Ég skal taka eitt dæmi til að gera málið skýrara. T.d. það, að nú nýlega var talað um, hvort ætti að selja einn togara úr Reykjavík, sem eigendurnir urðu að selja. Þeir sönnuðu, að þeir ættu ekki minni eign en 4 millj. kr. í skipinu, en þeir gátu ekki fengið rekstrarfé til að reka það. Og svo stóð slagurinn um það, hvort ætti að selja togarann úr bænum eða ekki. Og gagnvart því stærsta iðnfyrirtæki, sem mér er kunnugt um, Héðni, vil ég taka fram, að mjög mikil vandræði eru hjá því fyrirtæki nú með rekstrarfé, þrátt fyrir það þó að þetta sé eitt af fullkomnustu fyrirtækjum af þeirri tegund og það líklega á Norðurlöndum. Og samt sem áður á þetta fyrirtæki í vök að verjast, af því að það hefur ekki rekstrarfé. Afleiðingin af þessu er sú, að það gengur eftir fyrirframgreiðslu fyrir þau verk, sem það tekur fyrir aðra. Ég hef sjálfur komizt í kynni við þetta í sambandi við viðskipti, sem ég hef haft meðgerð með við þetta fyrirtæki. Afleiðingin verður sú, að þeir aðilar, sem skipta við fyrirtækið, þurfa meira fé, og getur það hindrað ýmsa í því að láta vinna verk hjá þessu fyrirtæki, af því að þeir geta ekki fengið fé í bönkunum til þess að borga þetta fyrir fram fyrir verkið. Þetta þýðir það sama fyrir atvinnulífið eins og það þýðir fyrir starfandi mann, að dælt væri blóði úr líkama hans. Hvernig verkar þetta á iðnaðinn í Reykjavík? Í verksmiðjunum í Reykjavík á vegum Iðju voru um síðustu áramót 1000 manns að starfi. Nú er þar svo frá gengið, að í þessum iðnaði verður um 500 eða 600 manns, líklega nær 500. Við getum hugsað okkur, hvert stefnir í þessum bæ, þegar um 500 manns missa atvinnuna. Hér kemur að vísu dálítið til greina innflutningur á ullarvöru, sem flutt hefur verið inn fyrir gjafafé. Í skóiðnaði í Reykjavík var 120 manns, en eru nú naumast 30. Það er gott að taka Marshalllán til þess að kaupa skó og flytja inn í landið og þurrka með því út skóiðnaðinn. (Fjmrh.: Þeir voru fluttir frá Spáni til þess að geta flutt þangað fisk.) Það er hægt að selja fisk viðar en til Spánar. Það veit hæstv. ráðh. sjálfsagt. Ullariðnaðurinn í landinn er þannig, að á Álafossi voru um síðustu áramót 50–60 manns starfandi. Nú vinna þar 12–15 manns. Þetta eru einstök dæmi, sem sýna, hvert þessi stefna er að leiða að draga fjármagnið úr umferð í landinu. Og þetta fjárlagafrv. er stór þáttur í því að hjálpa til þessa. Ég tel, að með þessu fjárlagafrv. sé nákvæmlega haldið sömu stefnu og haldið hefur verið á þessu ári og ég var að lýsa. Og það er aðalástæðan til þess, að ég klauf n. og gerði grein fyrir minni afstöðu í sérstöku nál.

Þá ætla ég að fara nokkrum orðum um brtt., sem ég hef flutt hér á þskj. 306. Ég hef yfirleitt ekkert flutt af þeim brtt., sem við fluttum í félagi í fjvn., ég og hv. 6. landsk. þm., því að ég þóttist sjá, að það væri þýðingarlaust, — þær fengu þær undirtektir hjá meiri hluta n., — nema einstaka liði hef ég tekið hér upp.

Fyrsta brtt. er við 10. gr.: Kostnaður við alþjóðaráðstefnur á vegum utanrrn. — um, að í stað 600 þús. komi 400 þús. kr. Ég tel, að fyllilega sé séð fyrir þeirri starfsemi með 400 þús. kr., og er ég búinn að gera grein fyrir því. — Þá legg ég enn fremur til, að kostnaður við alþjóðaráðstefnur á vegum annarra lækki úr 200 þús. í 100 þús. kr. Þá er það 500 þús. kr., sem ríkisstj. hefur til að ferðast fyrir á alþjóðaráðstefnur, og sýnist mér það vera nóg, þegar þess er gætt, að kostnaður við verzlunarsamninga er greiddur þar fyrir utan.

Þá legg ég til, að liðurinn við 11. gr. A. 10. e. verði felldur niður, en hann er til vinnuhælis á Kvíabryggju. Það voru samþ. 125 þús. kr. fyrir þetta vinnuhæli á fjárl. yfirstandandi árs. Þær voru ekki notaðar. Það er ekki farið að vinna þar enn. Hér er farið fram á 125 þús. kr. í viðbót. Ég sé ekki annað en að það sé fjarstæða að hafa tvö vinnuhæli í þessu efni. Það væri þá nær að flytja vinnuheimilið á Eyrarbakka þangað vestur, ef á að byggja þarna slíkt vinnuhæli. En ekki virðist ástæða til að hafa það nema eitt.

Þá er till. um, að framlag til íþróttasjóðs sé aukið úr 600 þús. kr. í 800 þús. kr. Þessi liður var aldrei minni en 800 þús. kr. fyrir gengislækkun, og ég tel óþarft að lækka hann úr því. — Enn fremur legg ég til, að framlag til byggingar barnaskóla og skólastjóraíbúða verði hækkað um 1 millj. og 300 þús. kr. Þessi brtt. er flutt vegna knýjandi þarfar. Og ég tel, að mátt hefði lækka marga liði á móti því.

Einnig er hér till. um að greiða vísitöluuppbót á listamannastyrkinn. - Svo eru hér brtt. um nýja liði: til endurskoðunar á dansk-íslenzkri orðabók Freysteins Gunnarssonar 25 þús. kr. og til Bandalags íslenzkra leikfélaga 30 þús. kr.

Svo legg ég til viðvíkjandi 16. gr., að framlag til dieselrafstöðva verði hækkað þannig, að fyrir 500 þús. kr. komi 600 þús. kr. og fyrir 150 þús. kr. komi 300 þús. kr. Ég mun e.t.v. taka þessa till. aftur til 3. umr. til að vita, hvort n. vilji ekki taka þetta til athugunar, því að hún á eftir að taka fleira til athugunar fyrir 3. umr.

Þá er brtt. vegna Siglufjarðarkaupstaðar um að veita fé til að leita að heitu vatni í landi Siglufjarðarkaupstaðar gegn jafnmiklu framlagi annars staðar að, 10 þús. kr.

Svo er till. um, að til atvinnu- og framleiðsluaukningar verði varið 10 millj. kr., sem ég tel óhjákvæmilegt að ætla fé til, miðað við það útlit, sem nú er. Og ef sú stefna, sem ég vildi marka með till., sem ég hef borið fram í fjvn., hefði verið tekin upp, þá hefði ekki þurft að flytja þessa till., þá hefði ekkert atvinnuleysi verið.

Þá legg ég til, að niður verði felldur 40. liðurinn á 17. gr., til Atlantshafsbandalagsins 260 þús. kr., sem hér eru á frv., auk þess sem gert er ráð fyrir, að fé verði varið að öðru leyti til þess að Íslendingar megi vera með í ráðum um þær stærri ráðagerðir, sem þar er fjallað um. En mér virðist, að þessi 260 þús. kr. liður sé til vansæmdar á íslenzkum fjárlögum.