03.12.1951
Sameinað þing: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1952

Frsm. 2. minni hl. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. er víki n af fundi og sennilega farinn að sofa, og það er e.t.v. ekki rétt að ónáða hann í svefnrofunum, og skal ég þess vegna gera lítið að því. — Hann fullyrti það í ræðu sinni hér áðan, að þ gar gengið hafi verið frá fjárlagafrv. fyrir ári 1951 fyrir tæpu ári, þá hefði ekki verið á vitorði neins manns, hvaða ráðstafanir yrðu gerðar til að tryggja það, að tekjuöflun ríkisins reyndist betri en vífað var, þegar fjárl. voru til 2. umr. Ég fullyrði, að það sé alrangt. Það var löngu vitað af ríkisstj., þegar við vorum með fjárl. til 2. umr., að það yrði gefin frjáls verzlun með margar vörur, sem hlaut að leiða til þess, að söluskatturinn hækkaði um tugi millj. kr., og vitað var þá, að berast mundi gjafafé til Íslands á þessu ári, til þess að hægt yrði að veita hundruðum millj. kr. til Sogsvirkjunarinnar, Laxárvirkjunarinnar og áburðarverksmiðju. Og innkaup á vörum, sem til þessara stórvirkjana þarf, hlutu að hækka tolltekjur ríkisins. Það lítur út fyrir, að hæstv. ráðh. hafi ekki gert sér grein fyrir þessu. Þar af leiðandi var öll tekjuáætlun fjárl. í fyrra ein hringavitleysa. Annars var hæstv. fjmrh. fáorður um þá fullyrðingu mína, að ég taldi, að hann hefði farið sömu leið við tekjuáætlunina nú, þannig að hún sé nú of lág eins og í fyrra, og það mun reynslan sanna að ári um þetta leyti. Hins vegar var hæstv. ráðh. að auglýsa eftir nýjum till. til sparnaðar. Ég skýrði honum frá því, að við hefðum komið með till. í fjvn. og þar hefðu verið felldar milli 20 og 30 till., sem við bárum fram. Ég hafði boðið upp á það, að verði till. um niðurfellingu söluskattsins samþ., þá skuli Alþfl. bera fram till. um hækkun á tekjuliðum frv. og niðurfellingu á gjöldum, svo að fjárl. gætu samt sem áður orðið afgreidd tekjuhallalaust.

Þá fór hæstv. ráðh. nokkrum orðum um það, að mér hefðu fallið fyrir brjóst þessi aukaútgjöld vegna þessara hálfu manna í rn. Það er rétt, að sízt hefði átt að vænta till. og krafna um að auka starfslið ríkisins í rn. sjálfum, ef ríkisstj. væri eins umhugað um sparnað og hún vill vera láta í öðru orðinu.

Þá sagði hæstv. ráðh., að þó að felld væru niður öll útgjöld í utanríkisþjónustunni og rekstri stjórnarráðsins, þá mundi það ekki nema meira en 1/9 hluta söluskattsins í ár. Útgjöld ríkisins eru áætluð í ár um 360 millj. kr. Kannske það sé nú þannig, að það sé ekki tilhneiging til að reyna að fást við að spara á nokkurn hátt, af því að hvar sem gripið væri niður, þá yrði það svo hlægilega smátt, að það tæki því kannske ekki? Það tæki kannske ekki að spara neitt í utanríkisþjónustunni, af því að það sparast ekki allt, sem gert er ráð fyrir þar? Ef við ætlum að spara nokkuð, þá verðum við að lúta að smáum upphæðum hér og þar í frv. og þó að það yrði miklu minna en 1/9 hluti af söluskattinum.

Mér féll mjög fyrir brjóst í fyrra kostnaður við utanríkisþjónustuna, og þegar ég athuga það mál nú aftur, þá er síður en svo, að það hafi komið fram sparnaður frá því í fyrra. Ég skal rifja upp, hvernig launagreiðslurnar þar eru nú áætlaðar: Aðalræðismannsskrifstofan í Hamborg: Laun aðalræðismanns eru 124 þús. kr., auk þess hefur hann staðaruppbót, sem nemur 93 þús. og 400 kr. Laun þessa manns samtals eru 217 þús. og 400 kr. — Þá er sendiráðið í Osló: Þar eru laun sendiherra 128 þús. og 500 kr. og staðaruppbót 92 þús. og 500 kr., eða samtals 221 þús. kr. Næsti maður hans í þessu sama sendiráði, sem er sendiráðsritari, hefur 85 þús. og 700 kr. í laun og 56 þús. og 900 kr. í staðaruppbót, samtals 142 þús. og 000 kr. — Þá er sendiráðið í Kaupmannahöfn: Þar eru laun sendiherra 131 þús. og 300 kr., og í staðaruppbót hefur hann 126 þús. kr., eða samtals eru laun til sendiherrans í Kaupmannahöfn 257 þús. og 300 kr. Þar er sendiráðsritari, sem hefur 46 þús. og 800 kr. í laun og 18 þús. kr. í staðaruppbót, eða samtals 64 þús. og 800 kr. — Í sendiráðinu í Stokkhólmi eru launin þessi: Sendiherra, 173 þús. og 400 kr. og í staðaruppbót 137 þús. og 400 kr., sem er þá samtals 310 þús. og 800 kr. — Þá kemur sendiráðið í London: Laun sendiherra eru 147 þús. og 700 kr., og í staðaruppbót hefur hann 111 þús. og 700 kr., eða samtals 259 þús. og 400 kr. Nú sé ég, að í nokkrum stærstu sendiráðunum er komið nýtt embætti milli sendiherra og sendiráðsritara, sem er hvergi á plöggum síðan í fyrra og heitir sendiráðunautur. Sendiráðunautur sendiráðsins í London hefur 12b þús. og 500 kr. í laun og 106 þús. og 500 kr. í staðaruppbót, sem er samtals 233 þús. kr. Þá kemur þriðji embættismaðurinn, sem er sendiráðsritari. Laun hans eru 185 þús. og 500 kr., og í staðaruppbót hefur hann 63 þús. og 400 kr., eða samtals 148 þús. og 900 kr. — Þá kem ég að næstsíðasta sendiráðinu, sem er sendiráðið í París. Og alltaf eru bitarnir að stækka. Laun sendiherra eru þar 254 þús. og 600 kr. og staðaruppbót 218 þús. og 600 kr., samtals 473 þús. og 200 kr. Þar er sendiráðunautur með 169 þús. og 800 kr. í laun, og í staðaruppbót hefur hann 116 þús. og 300 kr., eða samtals 285 þús. og 900 kr. Og svo þriðji maðurinn, sendiráðsritarinn, með 112 þús. og 600 kr. í laun, en í staðaruppbót 95 þús. og 400 kr., sem er samtals 208 þús. kr. — Svo kemur nú síðasta en ekki minnsta sendiráðið, sem er sendiráðið í Washington. Það er stærst allra sendiráða, fínast allra og dýrast allra, og þar verða laun sendiherra 293 þús. og 800 kr. og staðaruppbót 257 þús. og 800 kr., eða samtals 551 þús. og 600 kr. Þar er sendiráðunautur, sem hefur 135 þús. og 100 kr. í laun og 86 þús. og 900 kr. í staðaruppbót, eða samtals 222 þús. kr. — Þetta eru á almennan mælikvarða svona allálitlegar tölur viðkomandi launagreiðslunum. En það er ekkert hægt að spara á því að áliti okkar hæstv. sparnaðarfjármálaráðh. Þetta eru allt svo smáir liðir, að það þykir ekki takandi að hrófla við þeim eða spara nokkuð, af því að þetta nemur svo fáum hundraðshlutum af söluskattinum, og þar við situr.