10.10.1951
Neðri deild: 8. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 622 í B-deild Alþingistíðinda. (701)

33. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Hæstv. samgmrh. er nú ekki við, en ég sé ekki ástæðu til þess að tefja það, að þetta litla frv. gangi til 2. umr. Er það til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út 26. sept. s.l. og eru um það að lækka úr 7% í 3% þau sérleyfisgjöld, sem sérleyfishafar hafa greitt af fargjöldum í farþegaflutningum með sérleyfisbifreiðum. Þótti nauðsynlegt vegna afkomuerfiðleika sérleyfishafa að lina á þessum gjöldum, og þess vegna voru þessi brbl. sett af ríkisstj.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessi orð fleiri, en legg til, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.