04.12.1951
Neðri deild: 36. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

33. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Umr. um þetta frv. var frestað fyrir nokkru, vegna þess að brtt. höfðu borizt og óskað var, að fjhn. tæki þær til athugunar.

N. hefur athugað þessar till. og einnig átt tal við fulltrúa frá póstmálaskrifstofunni, sem annast innheimtu á sérleyfisgjöldum. Hann lagði á móti því, að brtt. á þskj. 176 frá hv. 2. þm. Reykv. sem og brtt. á þskj. 201 frá hv. þm. A-Húnv. yrðu samþ., en mælti með því, að frv. yrði samþ. eins og það liggur fyrir, þ.e.a.s. með þeirri formsbreyt., sem n. leggur til á þskj. 175.

Meiri hl. fjhn. leggur til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., sem n. leggur til á þskj. 175, en hinar brtt. verði felldar.

Ég skal geta þess, að formaður Félags sérleyfishafa ræddi við mig og sagði, að félagið væri andvígt þeim breyt., sem felast í till. þessara tveggja hv. þm.

Fleira er ekki ástæða til að taka fram af hálfu n.