04.12.1951
Neðri deild: 36. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (716)

33. mál, fólksflutningar með bifreiðum

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Lögin frá 1945 hafa ekki verið framkvæmd í mörg ár, en það getur verið, að það sé eitthvað farið að herða á framkvæmdinni nú. Þó að eitthvað verði hert á framkvæmdinni, eru margir, sem sleppa við gjaldið, því að það er orðið mikið um bila, og menn taka þá oft nágranna með í bílunum, og það er ekkert skipt sér af þessu. Það er ekki áhugamál mitt, að þetta verði samþ. Ég geri ráð fyrir, að komizt verði að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að samþ. frv. óbreytt og láta þar við sitja.