09.10.1951
Neðri deild: 5. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (738)

18. mál, bifreiðalög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég get ekkert annað sagt en að þessar athugasemdir eru eðlilegar. Þessar tölur eru nokkuð teknar af handahófi og það er ekki hægt að ákveða með neinni vissu, hver eigi að vera fjárhæð í þessu efni, og gott er, ef n. athugar þetta nokkru nánar. En núverandi trygging er of lág, og frá 1941 hefur komið til greina að hækka hana 4–5 sinnum, hvort sem það hefur þá verið of mikið eða ekki. En ég vil segja, að þetta er álitamál, og mætti e.t.v. lækka þessa upphæð. Hér er ekki um neinn óyggjandi vísdóm að ræða í þessu frv., en okkur fannst þó nauðsynlegt að leggja þetta mál inn á Alþingi.