29.11.1951
Neðri deild: 35. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

132. mál, lánasjóður stúdenta

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég er sammála hv. 3. landsk., að það er full ástæða til að athuga, hvort ekki ætti að hafa þann hátt á, að fé því, sem stúdentum er árlega veitt sem styrkur til að stunda nám erlendis, verði komið í svipað horf og gert er í frv. þessu. Ég er að láta athuga þetta mál lítils háttar, og það getur verið, að ég beri fram brtt. við orðalag þessa frv. til þess að koma því á rekspöl og undirbúa það. Mér hefur skilizt það á þeim stúdentum, sem hafa með þetta mál að gera, að þeir leggi áherzlu á, að þessi sjóður sé eingöngu fyrir stúdenta, sem nám stunda við Háskóla Íslands.