07.01.1952
Efri deild: 55. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 654 í B-deild Alþingistíðinda. (801)

19. mál, áfengislög

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að segja fáein orð út af brtt. frá hv. 4. landsk. þm., sem kom fram í sambandi við þetta mál á síðasta fundi. Iðnn. hefur athugað þetta mál og komizt að því, að ef brtt. verður samþ., án þess að gerð verði á henni önnur hreyt., mundi í raun og veru ekki verða greiddur neinn tollur af þessari framleiðslu, því að það er ekki heimilt samkv. lögum að framleiða öl, sem hefur inni að halda meira en 21/4% vinanda. Þar af leiðir, að ekki er ákveðið í l., að greiða skuli toll af öli, sem hefur meira en 21/4 % vínanda, en ákveðið, hvaða toll skuli greiða af öli, sem hefur inni að halda minna en 21/4 % vínanda. Það var vegna þessa, að n. þótti rétt að bera fram brtt., sem er skrifleg, við frv. og orða 1. gr. um. Meginmálsgr. orðist svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Þó skal ríkisstj. heimilt að leyfa tilbúning öls, sem hefur inni að halda meira en 21/4% af vínanda að rúmmáli, til að selja hinu erlenda varnarliði hér á landi, enda verði eigi lægri tollar og skattar greiddir af því öll en af öli, sem framleitt er fyrir notkun almennings innanlands. Nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, sölumeðferð, refsingar fyrir brot á þeim fyrirmælum og annað, má setja með reglugerð.“

Hér er bætt við ,— enda verði eigi lægri tollar og skattar greiddir af því öli en af öli, sem framleitt er fyrir notkun almennings innanlands.“ Þetta er í samræmi við yfirlýsingu hæstv. dómsmrh. Ákvæði um meðferð l. má setja með reglugerð.

Hv. 4. landsk. þm. var ekki á fundi, þegar ákvörðun var tekin, og hefur hann því ekki verið með í að bera fram brtt., en hún er borin fram af iðnn. Afhendi ég hæstv. forseta hér með brtt. Sé ég ekki ástæðu til að ræða þetta mál nánar, en n. óskar eftir, að frv. verði að öðru leyti samþ. óbreytt.