10.01.1952
Efri deild: 56. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

156. mál, skattfrádráttur vegna skuldaskila bátaútvegsins

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft frv. til athugunar, og eins og sést á nál. á þskj. 558, leggur hún til, að frv. verði samþ. með tveimur breyt. Ég þarf ekki að gera grein fyrir þessu máli, vegna þess að við 1. umr. skýrði hæstv. fjmrh. efni frv. og tilgang. En þessar brtt. n. eru þannig, að sú fyrri er um það, að fyrir orðið atvinnufyrirtæki komi skattþegnar. M.ö.o. um það, að þau fríðindi, sem frv. ætlar þeim, sem beðið hafa tjón vegna skuldaskilanna, nái til einstaklinga. Þetta gat verið hæpið svona, eins og frv. var orðað, a.m.k. náði það ekki til annarra einstaklinga en þeirra, sem reka atvinnufyrirtæki. — síðari brtt. er við 2. gr. og er um það, að sá hluti skattsins, sem um ræðir í frv. og á að koma til frádráttar, endurgreiðist, því að sennilegt er, að skatturinn sé að einhverju leyti greiddur nú þegar. Þetta þykir hentugra a.m.k., að skatturinn verði greiddur og þessi hluti endurgreiddur.

Þetta er svo einfalt mál, að ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta.