17.01.1952
Efri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í B-deild Alþingistíðinda. (917)

166. mál, samkomulag reglulegs Alþingis 1952

Frsm. meiri hl. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. N. hefur klofnað í þessu máli, og skilum við 4 nm. nál. á þskj. 633, og leggjum við í meiri hl. til, að frv. sé samþ. óbreytt. Ég vil aðeins vekja athygli á því út af áliti minni hl., að þetta frv. segir ekkert um það, að þingið geti ekki komið fyrr saman en 1. okt., heldur er það aðeins um það, að það megi koma saman í síðasta lagi þann dag, og er náttúrlega sá möguleiki fyrir hendi, að það komi saman fyrir þann tíma, ef þurfa þykir. — Við leggjum til, að frv. sé samþ. óbreytt.