17.01.1952
Efri deild: 60. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (920)

166. mál, samkomulag reglulegs Alþingis 1952

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef orðið samferða meiri hl. n. að leggja til, að frv. um frestun næsta Alþ. verði samþ. eins og það er borið fram af hæstv. ríkisstj. Ég skal taka það fram í sambandi við það, sem hefur verið talað hér, að ég er sömu skoðunar og ýmsir aðrir ræðumenn um það, að eitt af þeim verkefnum, sem þarf að gera ráðstafanir til þess að bæta úr, er atvinnuleysið. Ég sé hins vegar ekki, að það verði neitt síður gert, þótt ég fylgi þeirri till. að fresta Alþ. að þessu sinni. Það er enn nægur tími til þess, áður en þingi lýkur nú að þessu sinni, að afgreiða hverjar þær ráðstafanir, sem meiri hl. Alþ. getur fallizt á, og það er það, sem þarf að gera, áður en Alþ. er slitið.