21.01.1952
Neðri deild: 65. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 717 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

166. mál, samkomulag reglulegs Alþingis 1952

Frsm. meiri hl. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki mörg orð um málið að segja. Meiri hl. allshn. mælir með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Ég sé, að hv. minni hl., sem er andvígur frv., færir það til, að sakir hins slæma atvinnuástands í landinu sé ekki rétt að slá því á frest, að þingið komi saman á ný. Ég vil benda á, að þótt atvinnuástandið sé svo alvarlegt, þá hefur ríkisstj. það í hendi sinni, ef frv. verður samþykkt, hvenær hún kveður Alþ. saman. Og ég er sannfærður um, að verði atvinnuástandið í landinu svo alvarlegt, að ríkisstj. treystist ekki til þess upp á sitt eindæmi að ráða þar bót á, þá muni hún kveðja þingið saman. Ég ætla því, að engin ástæða sé til að gera breyt. á frv.