15.01.1952
Neðri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (968)

168. mál, ríkisreikningar

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ég get vísað til athugasemdanna, sem fylgja frv., og þarf enga framsöguræðu að halda, en vil aðeins óska, að frv. verði vísað til fjhn.

Einnig kemur fram af ríkisreikningnum, að áfengisverzlunin hefur á sama ári lánað til póst- og símamálastjórnarinnar 250 þús. kr. og til tunnuverksmiðju 300 þús. kr. Eins og þarna kemur fram, er nokkuð af þessum lánum veitt til ríkisfyrirtækja. — Yfirskoðunarmenn spyrja um heimildir til þessara lánveitinga, en þeirri spurningu er svarað á þá leið, að lánin hafi verið veitt að fyrirlagi þáverandi fjmrh. En ekki er mér kunnugt um neina heimild til þess að lána Ísafjarðarkaupstað og Vestmannaeyjakaupstað fé með þessum hætti.