14.10.1952
Efri deild: 8. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

19. mál, tekjuöflun til íþróttasjóðs

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vakti máls á því við 1. umr. þessa frv., hvort hv. nefnd vildi ekki taka til athugunar við rannsókn málsins, hvort ekki væri rétt að ætla ákveðinn hluta af þeim hagnaði, sem verður af veðmálastarfseminni, til byggingar sjúkrahúsa og sjúkrahúsarekstrar, en frv. um þetta efni hafði verið afhent til heilbr.- og félmn. á síðasta þingi. Nú sé ég, að hv. n. hefur ekki tekið þessa ábendingu mína alvarlega, ef svo mætti segja, því að nál. ber ekki með sér, að þessi hlið málsins hafi nokkuð verið athuguð. Ég vildi leyfa mér að spyrjast fyrir um það hjá n., hvort hún hefur ekki athugað málið eða hvort hún er því andvig, að tekjunum verði skipt eins og í frv. er gert ráð fyrir? Ef svo skyldi vera, að hv. n. vildi ekki athuga málið eða taka neinar tillögur upp í sambandi við þessar ábendingar mínar, þá vildi ég óska þess, að hæstv. forseti gæfi nokkurn frest, áður en málið kemur til 3. umr., þannig að ég geti athugað, hvort ég tel réttara að bera fram brtt. við þetta frv. eða sérstakt frv. um hlut- deild sjúkrahúsanna í hagnaði af veðmálastarfseminni.