23.01.1953
Neðri deild: 56. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (1013)

42. mál, verðlag

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Allshn. hefur ekki fjallað neitt sérstaklega um þessa till. hv. þm. A-Húnv., eftir að hún var borin fram. Nm. voru sammála um það í öndverðu, að frv. þetta næði samþykki þingsins, og lögðu það til, en áskildu sér hins vegar hver og einn rétt til að flytja og fylgja brtt., sem kæmu fram. Ég tel, að þótt samþykkt væri till. hv. þm. A-Húnv., þá sé engu að siður náð — og kannske með betri hætti — aðaltilgangi frv., og með hliðsjón af þeim fyrirvara, sem í nál. er, þá hygg ég, að ég muni fylgja þessari brtt. við frv.

Varðandi hins vegar þá fyrirspurn til mín, hvað líði framkvæmd þeirra mála, sem hv. 3. landsk. spurði um, í rn., þá hef ég engu þar til að svara, því að rn. hefur ekki gefið allshn. neinar sérstakar upplýsingar um það og mér er um það allsendis ókunnugt.