29.01.1953
Efri deild: 58. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (1062)

197. mál, tollskrá o.fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Með tilvísun til yfirlýsingar hv. frsm. um, að till. verði ekki tekin aftur, þá vil ég hér með lýsa því yfir, að ég mun á næsta nefndarfundi, sem hv. form. hefur tjáð að yrði á morgun, óska eftir, að þetta mál verði athugað. Og þó að till. verði samþ. nú, þá mun ég, ef það kemur í ljós, að hér sé ósamræmi á milli, bera fram brtt. til samræmis á því síðar. Ég tel það ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að málið sé athugað með hliðsjón af því samræmi.