04.02.1953
Efri deild: 68. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (1076)

197. mál, tollskrá o.fl.

Forseti (BSt):

Nú kynni að vera vafamál um það, hvort frv. væri endursent til hv. Nd. eða afgreitt sem lög frá Alþ. Ég lýsti því nefnilega yfir við fyrri meðferð málsins hér í hv. d., og komu engin mótmæli fram, að lítilfjörlega leiðréttingu, sem nánast var prentvilla, skoðaði ég sjálfsagða leiðréttingu og þyrfti ekki að bera undir atkv., og mótmælti því enginn. En samt sem áður hefur skrifstofan misskilið þetta að einhverju leyti, og frv. hefur verið prentað upp með þeirri leiðréttingu eftir 2. umr. í Ed.

Ég fyrir mitt leyti álít, þar sem þessu var lýst yfir af mér og það mun einhvers staðar vera staðfest af stálþræðinum, sem við höfum nú, og enginn mótmælt því, að ég tel þetta aðeins sem leiðréttingu, sem lagfæra mætti í prentun, þá lít ég svo á, að frv. sé nú afgreitt sem lög frá Alþ. En ef einhver mælir þessu í gegn, þá verður að fara um það sérstakur úrskurður eða atkvgr. d. Þetta er aðeins slys, að skrifstofan tók þetta sem breyt., sem engin breyt. var, heldur leiðrétting á frv., eins og það bar með sér, þar sem talað var í frv. um tvo stafliði, þar sem áttu — eins og allir sáu — að standa þrír stafliðir. Breytingin var ekki önnur en sú.