14.10.1952
Efri deild: 8. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (11)

19. mál, tekjuöflun til íþróttasjóðs

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég verð að geta þess, að það atriði, sem hv. 4. þm. Reykv. minntist á, kom lítið eða ekkert til mála á fundi n. Og ég get tekið það fram, að mér þætti það vel við eigandi og skal hlutast til um það, að fyrir 3. umr. verði þetta athugað í n. og hv. þm. látinn vita um, hvað skeður þar, svo að hann gæti komið að, ef honum sýndist, brtt. við þá umr. Annars er það eitt í þessu máli, hversu mikið þetta fé er nú til skipta, en það get ég ekki sagt um á þessu stigi málsins og þarf að athuga það, en eftir því, sem mér hefur borizt til eyrna, þá virðist það munu vera sáralítið og varla eins og nú standa sakir, að það sé hægt að fara að skipta því í tvo staði eða fleiri, ef aðila á að muna nokkuð verulega um það.