08.12.1952
Efri deild: 36. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

18. mál, bæjanöfn o. fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef borið fram hér brtt. á þskj. 358 við 5. gr., að 2. málsgr. falli niður. Ég tel, að það sé ekki eðlilegt eða rétt að hafa þá málsgr. í lögunum. En skyldi fara svo, að sú till. verði felld, þá hef ég borið fram til vara aðra till. á sama þskj., að í stað orðanna „í sama sýslufélagi“ komi: í sama hreppsfélagi, — þannig að ekki sé ástæða til þess að fara að breyta nöfnum á býlum, þó að samnefni sé á bæjum í sama sýslufélagi, ef það er ekki í sama hreppsfélagi. Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða þetta nánar, en verði báðar till. felldar, þá get ég ekki fylgt frv. — mun því greiða atkvæði á móti því, ef varatill. verður einnig felld.