03.11.1952
Efri deild: 20. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (1267)

89. mál, Samband íslenskra berklasjúklinga

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram hér á þskj. 170 brtt. við frv. þess efnis, að á eftir orðunum „á hverju ári“ orðist niðurlag gr. svo: „og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk 10. jan. ár hvert og síðan 5. dag hvers mánaðar“. Mér hefur verið bent á, að ef frv. næði fram að ganga óbreytt eins og það er nú eftir 2. umr., þá væri skylt að láta draga 5. jan. ár hvert eins og 5. dag hvers annars mánaðar, en það þykir of nálægt jólahelginni, og því er óskað eftir, að þessi breyt. verði gerð. Ég skal í sambandi við þetta leyfa mér að upplýsa, að háskólinn hefur ákveðið, að dregið sé í hans happdrætti 15. jan. ár hvert, en 10. hvers mánaðar aðra mánuði ársins, og það þykir ekki heppilegt að láta dráttinn fara hér fram á sama tíma og drátt í happdrætti háskólans, og þess vegna hefur þessi breyt. verið gerð hér í sambandi við frv. Ég vildi mega vænta þess, að hv. d. samþykkti þessa brtt., sem liggur fyrir á þskj. 170.