03.10.1952
Efri deild: 3. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í B-deild Alþingistíðinda. (132)

8. mál, Sogs- og Laxárvirkjun

(Eysteinn Jónsson):

Eins og deildarmenn rekur vafalaust minni til, þá var samið um það fyrir nokkru, að Alþjóðabankinn veitti allt að 40. millj. kr. lán í erlendri mynt til Sogs- og Laxárvirkjana. Um þetta voru á sínum tíma samþykkt sérstök lög, þ.e.a.s. heimild handa stjórninni til þess að taka fé þetta að láni. Þegar samningarnir áttu sér stað, þá kom í ljós, að það þurfti að gera nokkra formsbreytingu á þeim lögum, sem áður voru sett af þinginn, og var hún gerð með brbl., en fyrir alveg sérstök mistök láðist að leggja bráðabirgðalögin, sem sett voru á sínum tíma, fyrir hv. Alþ. Þetta frv. er þess vegna borið fram til þess að bæta úr þeirri vanrækslu. Ég leyfi mér að leggja til, að þessu máli verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umr.