20.11.1952
Efri deild: 29. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1136 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

76. mál, búfjártryggingar

Frsm. (Sigurður Ó. Ólafsson):

Herra forseti. Vegna tilmæla hv. þm. Barð. mun n. taka till. á þskj. 260 aftur til 3. umr., b-liðinn. Það er ekkert að athuga við a-liðinn.

Annars vil ég nú segja það út af þessum umr., sem hafa orðið um þetta, að þennan b-lið till. má náttúrlega ekki á þessu stigi málsins skoða sem tryggingarbann á þessum stöðum, heldur var ákvæðið sett til varúðar, og ég hefði nú reiknað með, að viðkomandi hreppsnefndir hefðu hiklaust leyft tryggingar, þó að þetta kæmist inn í l., á þeim stöðum, sem þær telja örugga. En aftur gæti þetta ákvæði orðið til þess að koma í veg fyrir, að fé væri tryggt á þeim stöðum, sem hreppsnefndir teldu ekki örugga. — Annars skal ég ekki ræða um þetta meira núna, en eins og ég sagði, þá tökum við b-liðinn aftur til 3. umr.