11.11.1952
Neðri deild: 24. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1436)

140. mál, vátryggingarfélög fyrir fiskiskip

Frsm. (Eiríkur Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það til l., sem hér liggur fyrir til umr., er um breyt. á l. nr. 61 1947, um vátryggingarfélög fyrir fiskiskip. Er frv. flutt samkv. ósk samgmrn. af sjútvn. Aðalefnisbreyt. á l. frá 1947 eru þær, að rýmkuð er heimild félaganna til að tryggja lausamuni og afla. Er þetta talið nauðsyn, svo að félögin geti á hverjum tíma verið samkeppnisfær við aðra tryggjendur á sama sviði. Enn fremur er sú breyt., að ráðh. getur ákveðið, að félögin innheimti aukagjald af vátryggða, og nemur gjald þetta allt að 1% á vátryggingarfjárhæð hvers skips. Gjald þetta renni óskert til félaganna og á að innheimtast hjá hverju félagi, þar til fjárhagur þess telst öruggur, en fjárhag þeirra hefur ekki verið séð borgið í 14 ára starfsemi félaganna. Þá felst í breyt. það atriði, að auk 800 þús. kr. ábyrgðar ríkissjóðs er veitt heimild til að veita félögunum ríkisábyrgð fyrir lánum allt að 1 millj. kr. samtals fyrir öll félögin. Aðrar breyt. eru orðalagsbreyt. eða til samræmis á breyttum aðstæðum. Vísast að öðru leyti til frv. og grg. fyrir því á þskj. 200. — Sjútvn. flytur frv., eins og áður er sagt, að tilhlutun samgmrn. Áskilur n. sér og einstakir nm. hennar rétt til að hafa óbundnar hendur til að bera fram brtt. við frv. á síðara stigi. Óskast því svo vísað til 2. umr.