04.12.1952
Neðri deild: 34. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1177 í B-deild Alþingistíðinda. (1545)

167. mál, skattgreiðslu Eimskipafélags Íslands

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er gamalkunnugt hér í þinginu. Meiri hluti fjhn. flytur það eftir beiðni stjórnar Eimskipafélags Íslands, en efni málsins er það, að Eimskipafélagið fái áfram að njóta þeirra skattfríðinda, sem félagið fékk með lögum 1928. Þessi skattfríðindi félagsins hafa verið framlengd hér á þingi æ ofan í æ, — ég hygg oftast til tveggja ára, a.m.k. síðari ár til tveggja ára í senn, — og tilefni frv. þessa er sem sé aðeins, að áfram haldist sú aðstaða, sem verið hefur í þessu efni varðandi sérstök skattfríðindi Eimskipafélags Íslands.

Ég mun ekki, nema tilefni gefist, hafa fleiri orð um þetta frv. við þessa umr., en áskil mér þó rétt til þess, ef tilefni gefst, að ræða málið frekar.