19.12.1952
Neðri deild: 46. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

191. mál, skemmtanaskattur

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Eins og kunnugt er, liggur nú fyrir þinginu frv. til l. um breyt. á skemmtanaskattslögunum, en þar sem ekki er útlit fyrir eða a.m.k. litlar líkur til, að það frv. nái fram að ganga á þessu þingi, þá er nauðsynlegt fyrir stjórnina að fá framlengingu á þeim ákvæðum í núgildandi skemmtanaskattslögum, sem tímabundin eru. Þar á meðal eru þau ákvæði, sem tekin eru fram í 1. gr. þessa frv. Gildir þessi framlenging, eins og verið hefur, um eitt ár, eða fyrir árið 1953. Ég vil leggja til, að frv. verði látið ganga til 2. umr. án þess að því verði vísað til n., og ég vil æskja þess af hæstv. forseta, að hann reyni að afgr. frv. út úr deildinni í dag vegna frestunar á þingstörfum.