16.01.1953
Efri deild: 50. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

127. mál, menntaskóli

Forseti (BSt):

Út af ummælum hæstv. ráðh. vil ég taka það fram, að það er að sjálfsögðu ætlazt til þess, að nefndarmenn taki afstöðu til þeirra mála, sem vísað er til þeirra n., sem þeir eiga sæti í. Hins vegar þekki ég engin ákveðin ákvæði þingskapa, sem heimíli forseta að beita þvingunarráðstöfunum við þessa menn, t.d. að setja þá í fangelsi upp á vatn og brauð eða eitthvað slíkt (Gripið fram í.) — að forseti geti komið því fram, ef nm. alls ekki vilja skrifa undir neitt nál., hvorki á einn eða annan veg.