06.11.1952
Neðri deild: 21. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

2. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Þetta frv. er einnig staðfesting á brbl., sem gefin voru út 30. apríl 1952 og standa í beinu sambandi við það mál, sem hér var rætt á undan, þ.e.a.s. frv. til l. um breyt. á l. nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Í þessu frv. mælir fyrir um, að á hinu nýja friðunarsvæði skuli bannaðar vera fiskveiðar með botnvörpu og flotvörpu. Það er þó heimilað að leyfa undan- þágu varðandi kampalampaveiðar og leturhumar- veiðar á tilteknum svæðum með venjulegum kampalampavörpum og leturhumarvörpum. Einn- íg er ráðherra heimilað að veita undanþágu til þess að nota flotvörpu til síldveiða í landhelgi, og þó því aðeins, að það skip, sem slíka undanþágu fær, stundi eingöngu síldveiðar, og getur ráðh. bundið þetta leyfi öllum þeim skilyrðum, sem honum sýnist og hann telur nauðsynlegt, þ. á m., að allur afli annar, en síld sé upptækur til ríkissjóðs. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara um þetta fleiri orðum. Þetta er, eins og ég sagði, bein afleiðing af friðunarráðstöfununum. Og leyfi ég mér að mælast til þess, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. sjútvn.