15.12.1952
Efri deild: 40. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

171. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Landbn. hefur athugað tili. á þskj. 437, sem var orsök til þess, að málið var tekið út af dagskrá á síðasta fundi og okkur gefið tækifæri til þess að athuga það frekar. Við höfum í stað hennar leyft okkur að leggja fram till., sem er á þskj. 449. Það er í öllum aðalatriðum sama efni í báðum. Orðalagið er dálítið annað, og auk þess er okkar till. að því leyti frábrugðin, að hún nær líka til sjóða, sem ekki hafa verið staðfestir af konungi, sem eru nokkrir, að því er eftirlitsmenn opinberra sjóða hafa upplýst. — Enn fremur höfum við lagt til, að 1. og 2. málsl. í b-lið frv. eða 8. gr. falli niður. Það, sem er í 1. málsl., er áður upp tekið í 7. gr. og óþarfi að hafa það þarna, og þó að það væri rétt að hafa þetta í frv., þegar dómsmrh. lagði það fyrir hér á sínum tíma, þá hefur það verk, sem þar er ætlað að vinna af eftirlitsmönnum opinberra sjóða, verið unnið af félmrn. og liggur nú fyrir framkvæmt hér í d., svo að það er óþarfi að hafa þá grein, þó að það sé hins vegar sjálfsagt, eins og tekið er fram í 7. gr., að bera ævinlega undir eftirlit hinna opinberu sjóða, þegar breyta þarf reglugerðinni. — Mér hefur skilizt á 1. þm. Eyf., hæstv. forseta, að hann mundi geta verið með okkur að þessari breyt. og mundi þess vegna taka aftur brtt. á þskj. 437, en annars gerir hann að sjálfsögðu grein fyrir því.