30.01.1953
Efri deild: 59. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

171. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Forseti (BSt):

Ég vildi nú geta þess, og þarf ekki að kveðja mér hljóðs út af því, að ég álít, að það hefði verið alveg nóg, að það hefði verið gerð till. um jarðirnar í Fljótsdalshreppi, því að ég hygg, að hitt liggi í síðustu orðum 7. gr. l. eins og hún verður, því að þar er áskilið, að eftirlitsmenn opinberra sjóða hafi mælt með sölunni, og þar náttúrlega er innifalið söluverðið, en þetta sjálfsagt skaðar ekki.