02.02.1953
Efri deild: 62. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1540 í B-deild Alþingistíðinda. (2183)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Páll Zóphóníasson:

Undir umr. um þetta mál hefur talað allmikið einn af hæstv. ráðherrum, sem tók þó virkan þátt í samningunum. Hann hefur aldrei látið orð falla að því, að þetta bryti í bága við samningana. En reynist það hins vegar vera svo, að þetta frv. komi á einhvern hátt í bága við þá verkalýðssamninga, sem gerðir voru til að aflétta verkfallinu, þá er hægurinn hjá að fella 6. gr. frv. og láta lögin ekki koma til framkvæmda, fyrr en eftir að þau væru komin út í Stjórnartíðindunum á venjulegum tíma, þá fellur það í ljúfa löð, þó að það kunni að vera eitthvert brot á samningunum, eða setja í greinina, að lögin taki gildi eftir að samningarnir séu runnir út. — Ég segi þess vegna nei.