03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1553 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Forseti (BSt):

Út af ummælum hæstv. dómsmrh. um nefndarstörfin get ég nú ekki um það borið annað en það, að það lágu fyrir nál. og ekki getið um það í þeim, að n. hefði unnið á hlaupum, enda eru engar reglur um það, hvort nm. eiga að sitja eða hvernig þeir eiga að bera sig til, þegar þeir afgreiða mál. En ég geri nú ráð fyrir, að störfum verði hagað svo í dag, að ef hv. n., sem hefur haft þetta mál til meðferðar, vill athuga það, þá fái hún nokkurn tíma til þess, áður en umræðu er lokið.