03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1563 í B-deild Alþingistíðinda. (2201)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil benda á það, að í brtt. er sagt, að ríkisstj. skuli tafarlaust láta rannsaka kostnað útvegsmanna í öllum verstöðvum landsins vegna nota þeirra af húsum og öðrum mannvirkjum í þágu útgerðarinnar. Nú kemur það fram, að maður í ríkisskattanefnd veit ekki, hvort slíkar eignir, sem hann taldi upp, eru í þágu útgerðarinnar. Ég vil beina því til hæstv. fjmrh., hversu lengi það getur staðið að hafa svo vitlausan mann í svo þýðingarmikilli stöðu.

Brtt. 725,a felld með 8:8 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: PZ, RÞ, StgrA, VH, GJ, HermJ, KK, BSt.

nei: SÓÓ, ÞÞ, BBen, FRV, GÍG, HG, JJós, LJóh. BrB greiddi ekki atkv.

Brtt. 725,b felld með 10:7 atkv.

Frv., svo breytt, samþ. með 9:6 atkv. og endursent Nd.