04.02.1953
Neðri deild: 66. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Frsm. minni hl. (Jóhann Hafstein) Herra forseti. Ég fer eindregið fram á það, að umræðu verði frestað um þetta mál. Hér koma fram mjög gagngerar brtt., og málið sætti mikilli breytingu í Ed., og þótt þetta sé að mestu leyti það sama eins og var hér, þegar það fór úr deildinni, þá þarf að skoða þetta í ljósi þeirra brtt., sem fram komu í Ed. Það eru algerlega óverjandi og óviðunandi vinnubrögð, þegar þm. eiga ekki einu sinni að fá aðstöðu til þess að sjá og fjalla um þær till., sem fram koma. Ég geri sem sagt kröfu til þess, að umræðu sé frestað.