21.01.1953
Sameinað þing: 31. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (2403)

206. mál, Norðurlandaráð

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Áður en þessu Alþingi lýkur, ber að kjósa 5 menn í Norðurlandaráð. Meiri hl. utanrmn. hefur leyft sér að bera fram till. þá, sem liggur hér fyrir á þskj. 544, hvernig vali skuli háttað í ráðið, að Nd. kjósi þrjá fulltrúa, en hv. Ed. tvo.

Með þessu fyrirkomulagi ætti þingið í heild að geta mjög vel fylgzt með, hvað störfum ráðsins liður. Í 2. gr. starfsreglna fyrir ráðið er svo sagt, að hvert land ráði þeirri tilhögun, sem það vill hafa á kjöri í ráðið. Við teljum, að með þessu móti eigi að geta fengizt glögg vitneskja um starfsemi ráðsins fyrir þingið í heild. Og eftir þeim fyrirmælum, sem lúta að starfsháttum ráðsins, þá er þetta einnig í samræmi við það. — Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þessa þál. Ég vil vænta, að hv. Alþingi geti fallizt á ályktunina.