05.02.1953
Sameinað þing: 37. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (2483)

136. mál, strandferðir m/s Herðubreiðar

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Þetta mál, sem hér liggur fyrir um ferðir m/s Herðubreiðar, er mikið áhugamál Austfirðinga, er telja, að Herðubreið hafi sérstaklega verið ætlað það verkefni að annast samgöngur við Austurlandið. Allshn. hefur orðið sammála um að mæla með samþykkt till., þó nokkrir hv. nm. með fyrirvara, og leyfi ég mér að mæla með samþykkt till.