05.02.1953
Sameinað þing: 37. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í D-deild Alþingistíðinda. (2566)

159. mál, hafnarsjóður Ísafjarðar

Emil Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka það fram hér út af því, sem hv. þm. Ísaf. sagði, að mér er ekki kunnugt um annað, en að rúmur helmingur af bakkanum sé um það bil frá genginn og í fullu lagi, eða á annað hundrað metrar, ef' ég man rétt, og að þau mannvirki, sem um hefur verið talað að reisa á bakkanum, séu á þessum hluta hans. Og ég tel, að þótt þessu máli verði ekki lokið eða því verði frestað fram til 1. júlí n. k., þá muni verða nægilegt verkefni fyrir Ísfirðinga að vinna á þeim hluta bakkans, sem þegar er fullgerður, þó að frestað sé að taka ákvörðun um hinn.