05.02.1953
Sameinað þing: 39. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í D-deild Alþingistíðinda. (2730)

215. mál, Hótel Borg

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég neita því, sem hér hefur komið fram í umr. utan dagskrár út af þessu máli, að það sé alveg óvenjulegt, að nýtt mál sé tekið strax fyrir. Við hv. þm. Borgf. höfum verið svo oft á þingi, að við vitum báðir mjög mörg dæmi þess, — ekki eitt, heldur mjög mörg dæmi þess. Ég neita því enn fremur, að þetta mál sé hv. þm. ókunnugt. Það er öllum hv. þm. ákaflega vel kunnugt. Ég neita því í þriðja lagi, að það fylgi engin grg. till., eins og hv. þm. Barð. segir. Þó að grg sé ekki löng, þá tekur hún allt það fram, sem þarf að segja um þetta mál í raun og veru. Ég segi já.