29.10.1952
Sameinað þing: 8. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í D-deild Alþingistíðinda. (2787)

219. mál, launalög

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ríkisstjórnin skipaði 14. okt. 1949 nefnd tll þess að endurskoða launalögin. Þessi nefnd lauk störfum á árinu 1950. Frv. það, sem hún hafði samið, hefur verið afhent til athugunar Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, og hefur banda1agið þetta mál enn þá hjá sér til athugunar. Verður því ekki að svo stöddu um það sagt, hvernig með málið verður farið. Með þessu er svarað 1. og 2. lið fyrirspurnarinnar frá hv. þm.

Varðandi 3. lið er það að segja, að frv. það, sem samið var, eða uppkast að frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er nú í athugun hjá fulltrúum tveggja ráðuneyta, dómsmrn. og fjmrn., og verður væntanlega tekin ákvörðun um það bráðlega, hvernig á því máli verður haldið.